Tengdafeðgarnir Lalli og Össi skelltu sér með tjaldvagn upp á Skagaheiði í norðanbáli og þoku, en þeir fiskuðu þó vel.
Þeir tengdafeðgar fóru á Skagaheiðina 17-19. júní. Ágætis veiði var og þeir hirtu 35 fiska sem flestir fengust á rauðan nobbler og Peacock með kúluhaus.
Látum myndirnar tala:

Búið að koma upp tjöldum… eins og sést er dálítill vindur.

Hann er á! Þrátt fyrir svarta þoku og norðan rok.

Fallegur afli!

Flottir fiskar
Við þökkum Lalla og Össa kærlega fyrir myndirnar.
Með kveðju,
Veiðikortið
0 Comments