Elliðavatn opnar 22. apríl (sumardaginn fyrsta)
Við viljum sérstaklega vekja athygli á því að Elliðavatn opnar sumardaginn fyrsta sem er 22. apríl n.k.
Við viljum sérstaklega vekja athygli á því að Elliðavatn opnar sumardaginn fyrsta sem er 22. apríl n.k.
Veiði hefst í Vífilsstaðavatni á morgun. Í dag var vatnið að mestu þakið ís, en ísinn er þunnur og vonandi hopar hann frekar í nótt.
Hér má sjá mynd sem var tekin fyrr í dag og má sjá að það er aðeins lítill hluti af vatninu veiðanlegur.
Við skoðum stöðuna snemma í fyrramálið og látum ykkur vita ástandið.
Svipað er upp á tengingnum í Hraunsfirði, en þar er þó stór hluti íslaus austanvegin við hraunið.
Svona var ástandið fyrr í dag.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
Við viljum leiðrétta villu í bæklingi Veiðikortsins, þar sem segir að Hlíðarvatn í Hnappadal opni fyrir veiði 1. maí.
Hið rétta er að það er opið fyrir veiði allt árið og veiðimönnum velkomið að veiða í gegnum ís á veturna þegar ísinn leyfir.
Núna er hins vegar vatnið orðið íslaust og því hægt að hefja veiðar. ATH. slóðinn niður að vatninu að sunnanverður er mjög varasamur og því er BANNAÐ að keyra hann niður að vatninu og þess vegna verða veiðimenn að ganga síðasta spölinn, þar sem aurslóðarnir eru blautur og mikil hætta á að menn festi bílana sína þar reynir þeir að keyra niður að vatninu. Einnig er hægt að fara norðurfyrir vatnið og veiða þar og leggja við veginn undir Hermannsholtinu.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
Það hefur ekki farið framhjá veiðimönnum hér sunnan heiða a.m.k. að veturinn hefur verið óvenju mildur.
Bjarni Júlíusson kíkti við í Hraunsfirðinum um helgina og þar var allt íslaust eins og myndirnar sýna og hann er spenntur fyrir góðri opnun þar en Hraunsfjörður opnar fyrir veiði 1.apríl.
Vegurinn að vestanverðu er farinn í sundur þannig að mælt er með því að veiða frekar hraunmegin.
Vonandi fáum við flott veður um páskana þannig að veiðimenn geti notið þess að veiða í ísalausum Hraunsfirðinum þetta snemma.
Hér má sjá á mynd frá Bjarna hvernig staðan er á vatninu.
Það styttist klárlega í að veiðitímabilið hefjist formlega og Hraunsfjörður er a.m.k. klár!
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
Ívar Örn Hauksson stórveiðimaður og fluguhnýtari sem heldur úti glæsilegum kennslumyndböndum í fluguhnýtingum undir merkjum Flugusmiðjunnar stóð fyrir frábærri kynningu á Vatnakvöldi Veiðikortsins fyrir rúmu ári síðan, eða rétt áður en sóttvarnarreglur stöðvuðu slíkar uppákomur. Fullt var út að dyrum og komust færri að en vildu.
Nú hefur Ívar uppfært kynninguna á vatninu á rafrænt form með ýmsum viðbætum. Youtube rás Ívars heitir Ívar´s fly workshop og má finna hér.
Við þökkum Ívari fyrir þetta frábæra framtak og segjum bara GJÖRIÐ ÞIÐ SVO VEL!
Veiðimenn eru farnir að iða í skinninu í þessu vorveðri sem hefur einkennt síðustu vikur. Það er ekkert skrýtið þar sem innan við mánuður er í að fyrstu vatnasvæðin opni formlega.
Vötn eins og Gíslholtsvatn og Urriðavatn við Egilsstaði eru opin allt árið auk þess sem nokkur opna þegar ísa leysir. Þau vötn sem opna formlega fyrir veiði 1. apríl eru Vífilsstaðavatn, Hraunsfjörður, Syðridalsvatn og Þveit.
Vonandi heldur þessi vorblíða áfram þannig að veiðimenn geti notið góðra daga við bakkana í apríl.
Miðað við veðrið síðustu daga og vikur er ekki líklegt að við fáum snjókomu í opnun.
Hér er listi yfir opnunartíma þeirra vatna sem opna fyrir veiði í apríl.
Vötn opin allt árið: | Opnar | Lokar | ||
Gíslholtsvatn í Holtum | Allt árið | |||
Urriðavatn við Egilsstaði | Allt árið | |||
Vötn sem opna þegar ísa leysir: | Opnar | Lokar | ||
Baulárvallavatn á Snæfellsnesi | Ísa leysir | 30.sep | ||
Hraunsfjarðarvatn á Snæfellsnesi | Ísa leysir | 30.sep | ||
Sauðlauksdalsvatn við Patreksfjörð | Ísa leysir | Haustið | ||
Vötn sem opna í apríl: | Opnar | Lokar | ||
Hraunsfjörður á Snæfellsnesi | 1.apr | 30.sep | ||
Syðridalsvatn við Bolungavík | 1.apr | 20.sep | ||
Vífilsstaðavatn í Garðabæ | 1.apr | 15.sep | ||
Þveit við Hornafjörð | 1.apr | 30.sep | ||
Kleifarvatn á Reykjanesskaga | 15.apr | 30.sep | ||
Meðalfellsvatn | 19.apr | 20.sep | ||
Þingvallavatn – Þjóðgarður | 20. apr | 15.sep | ||
Elliðavatn | 22.apr | 15.sep | *Sumardagurinn fyrsti |
Með kveðju,
Veiðikortið
Uppfærsla hjá Rapyd – áður Korta!
Rapy var að uppfæra hjá sér kerfin sem varð þess valdandi að skráningaform fyrir nafn, heimilisfang og netfang datt út.
Við vonum að þetta komist í lag fljótt, þannig að við biðjum þá sem ætla að panta kort í dag að senda um leið tölvupóst með upplýsingum um móttakanda.
Nafn
Heimilisfang
Póstnúmer
Staður
Netfang
Sími
Við vonum að þetta valdi ekki óþægindum.
Með kveðju,
Veiðikortið
Bóndadagurinn er á næsta leiti. Þá er tilvalið að dekra við bóndann og splæsa á hann Veiðikortinu 2021!
Gleðilegan bóndadag!
Veiðikortið 2021 ætti að vera komið á flesta sölustaði á höfuðborgarsvæðinu, en það fæst hjá N1, OLÍS, veiðivöruverslunum og hér á vefnum. Einnig er Veiðikortið í boði hjá fjölmörgum stéttar- og starfsmannafélögum.
Veiðikortið er frábært jólagjöf og vonandi fá veiðimenn aðgang að 36 vatnasvæðum í jólagjöf.
Með jólakveðju,
Veiðikortið