Skagaheiði – góð veiði í sumar!

Veiðimenn sem hafa farið á Skagaheiðina í sumar hafa fengið fína veiði og fiskur hefur verið í góðum holdum.

Lárus Óskar fer á hverju ári á Skagaheiðina (Ölfusvatnssvæðið) og í sumar fóru þeir félagar dagana 14.-17. júní. Þeir fengu skelfilegt veður sem einkenndist af haglélum, roki og óvanalega miklum kulda. Þrátt fyrir afleit skilyrði náðu þeir að veiða um 70 fiska og voru óvenju margir um 2,5 pund, þannig að heildarvigtin á aflanum var góð.  

Read more “Skagaheiði – góð veiði í sumar!”

Urriðinn mættur og mikið af honum!

Svo virðist sem urriðinn sé mættur í þjóðgarðinn á Þingvöllum og það mikið af honum.

Við höfum heyrt af veiðimönnum síðustu vikuna sem hafa verið að fá fallega urriða þar. Í gærkvöldi fór Cesary Fijalkowski í þjóðgarðinn til að kanna málið.  Hann sagði að það væri óvenju mikið af urriða í þjóðgarðinum og fékk hann 7 urriða allt frá 3kg upp í 11kg! Hann hóf veiðar um kl. 22.00 og veiddi til 4 um nóttina. 

Read more “Urriðinn mættur og mikið af honum!”

Meðalfellsvatn aftur á kortið!

Meðalfellsvatn í boði fyrir handhafa Veiðikortsins 2018!
 
Veiðikortið hefur gert samkomulag við veiðiréttarhafa Meðalfellsvatns um að handhafar Veiðikortsins 2018 geti veitt í Meðalfellsvatni á komandi sumri.
Á sama tíma mun ekki vera hægt að kaupa önnur sumarkort í vatnið önnur en Veiðikortið.
 
Vatnið verður opnað fyrir veiðimönnum sumardaginn fyrsta, sem er 19. apríl n.k. eða á fimmtudaginn í næstu viku.
 
Þetta er eflaust mikil gleðitíðindi fyrir aðdáendur vatnsins að það sé komið aftur í kortið en Meðalfellsvatn hefur verið mjög vinsælt veiðivatn í gegnum árin. 
 
Þess ber að geta að upplýsingar og reglur um veiði á svæðinu verður aðeins á vef okkar þar sem búið er að prenta bæklinginn fyrir 2018. Við hvetjum veiðimenn til að kynna sér veiðireglur við vatnið áður en haldið er af stað til veiða.