Vatnaveiðin – fréttir af nokkrum svæðum
Það hefur ekki farið framhjá veiðimönnum að veiðitímabilið er farið af stað og fiskur farinn að veiðast víða. Hér fyrir neðan höfum við tekið saman nokkrar fréttir héðan og þaðan.
Það hefur ekki farið framhjá veiðimönnum að veiðitímabilið er farið af stað og fiskur farinn að veiðast víða. Hér fyrir neðan höfum við tekið saman nokkrar fréttir héðan og þaðan.
Veiði hófst í Hraunsfirði 1. apríl síðastliðinn. Frá þeim tíma hefur verið mjög kalt og því fáir veiðimenn nýtt sér vikuna sem nú er að líða.
Þá er loksins farið að koma að því að nýtt veiðitímabil hefjist formlega. Veiðimenn eru sjálfsagt farnir að ókyrrast, sérstaklega þar sem vötnin á láglendi eru svo gott sem íslaus. Það er því ekki ólíklegt að það verði margt um manninn á sunnudaginn, sem er páskadagur. Væntanlega munu einhverjir vilja hressa sig við eftir páskaeggjaátið og viðra sig og renna fyrir silung.
Þrátt fyrir að það sé allt á kafi í snjó um allt land þá er farið að styttast all verulega í næsta veiðitímabil. Nú er febrúarmánuður rúmlega hálfnaður og því bara rétt rúmur mánuður eða 44 dagar þangað til að veiðin hefjist formlega.
Hér má skoða vefútgáfu bæklingsins sem fylgir Veiðikortinu 2018. Prentuð útgáfa fylgir að sjálfsögðu með hverju seldu Veiðikorti.
Verið er að leggja lokahönd á útgáfu Veiðikortsins 2018 og mun það koma út um næstu mánaðarmót en það fer í dreifingu eins og vanalega í byrjun desembermánaðar. Kortið verður því klárt í jólapakka veiðimanna!
Við birtum fregnir af boltaurriða sem Cezary fékk í gær, en í dag fengum við einnig fréttir frá Wojcieck Sasinowski sem hefur kíkt í þjóðgarðinn síðustu kvöld til að eltast við urriðann. Síðustu daga hefur hann fengið þrjá fiska sem mældust 88, 89 og 91 cm.
Nú þegar aðeins tveir dagar eru eftir af veiðitímabilinu í Þingvallavatni er rétt að minna veiðimenn á að þegar rökkva tekur á kvöldin mætir risaurriðinn í meira mæli.