Meðalfellsvatn aftur á kortið!

Meðalfellsvatn í boði fyrir handhafa Veiðikortsins 2018!
 
Veiðikortið hefur gert samkomulag við veiðiréttarhafa Meðalfellsvatns um að handhafar Veiðikortsins 2018 geti veitt í Meðalfellsvatni á komandi sumri.
Á sama tíma mun ekki vera hægt að kaupa önnur sumarkort í vatnið önnur en Veiðikortið.
 
Vatnið verður opnað fyrir veiðimönnum sumardaginn fyrsta, sem er 19. apríl n.k. eða á fimmtudaginn í næstu viku.
 
Þetta er eflaust mikil gleðitíðindi fyrir aðdáendur vatnsins að það sé komið aftur í kortið en Meðalfellsvatn hefur verið mjög vinsælt veiðivatn í gegnum árin. 
 
Þess ber að geta að upplýsingar og reglur um veiði á svæðinu verður aðeins á vef okkar þar sem búið er að prenta bæklinginn fyrir 2018. Við hvetjum veiðimenn til að kynna sér veiðireglur við vatnið áður en haldið er af stað til veiða.
 

Vatnaveiðin að byrja á sunnudaginn!

Þá er loksins farið að koma að því að nýtt veiðitímabil hefjist formlega. Veiðimenn eru sjálfsagt farnir að ókyrrast, sérstaklega þar sem vötnin á láglendi eru svo gott sem íslaus. Það er því ekki ólíklegt að það verði margt um manninn á sunnudaginn, sem er páskadagur. Væntanlega munu einhverjir vilja hressa sig við eftir páskaeggjaátið og viðra sig og renna fyrir silung.

Read more “Vatnaveiðin að byrja á sunnudaginn!”

Síðasti séns að kíkja í Hítarvatn í dag.

Nú er haustið fara að banka á dyrnar þegar veiðitímabilinu fer að ljúka formlega í nokkrum vötnum. Í dag er t.d. síðasti dagur veiðitímabilsins í Hítarvatni. Eftir rúmar tvær vikur eða 15. september verður lokað fyrir veiðar í Vífilsstaðavatni, Þingvallavatni, Elliðavatni og Berufjarðarvatni. Fleiri vötn loka fyrir veiðar 31. september.

Við hvetjum veiðimenn til að nota þessa síðustu daga vel en september er gjarnan skemmtilegur tími í vatnaveiðinni þrátt fyrir að dagarnir séu farnir að styttast.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið