Skagaheiði – góð veiði í sumar!
Veiðimenn sem hafa farið á Skagaheiðina í sumar hafa fengið fína veiði og fiskur hefur verið í góðum holdum.
Lárus Óskar fer á hverju ári á Skagaheiðina (Ölfusvatnssvæðið) og í sumar fóru þeir félagar dagana 14.-17. júní. Þeir fengu skelfilegt veður sem einkenndist af haglélum, roki og óvanalega miklum kulda. Þrátt fyrir afleit skilyrði náðu þeir að veiða um 70 fiska og voru óvenju margir um 2,5 pund, þannig að heildarvigtin á aflanum var góð.