Vorkoma – veiðisaga af vorveiðiferð í vonskuveðri.

 
Gylfi Pálsson sendi okkur skemmtilega veiðisögu frá vorferð í veiðivatn fyrir nokkrum árum.  Sagan er góð hvatning fyrir veiðimenn um að láta slag standa og drífa sig út að veiða þrátt fyrir að veðrið sé ekki upp á marga fiska eins og oft er fyrstu vikur veiðitímabilsins.  Nú eru aðeins tvær vikur í formlega opnun nokkurra vatna þannig að það er gott að undirbúa sig andlega fyrir vorveiðina.
Gefum Gylfa orðið:

Read more “Vorkoma – veiðisaga af vorveiðiferð í vonskuveðri.”

Styttist verulega í opnun vatnanna.

Þar sem nú eru innan við 50 dagar í opnun fyrstu vatnanna sem hafa formlegan opnunartíma hvetjum við menn til að fara að huga að veiðigræjunum og setja sig í startholurnar. 
Einhverjir þurfa að fylla á fluguboxin og aðrir þurfa að gera við eða endurnýja vöðlur.  Þá er gott að hafa tímann fyrir sér til þess að gera allt klárt fyrir nýtt veiðitímabil.  Það er magnað að sjá að um miðjan febrúar eru vötnin hér í nágrenni höfðuborgarsvæðisins íslaus. 

Read more “Styttist verulega í opnun vatnanna.”