Meðalfellsvatn er farið að gefa fallega fiska eins og í fyrravor.  Talsvert hefur verið um að menn séu að veiða hoplaxa, sjóbirtinga sem og fína urriða.  Cezary skellti sér í vatnið í fyrradag og fékk glæsilega veiði.  Hann var við veiðar í um 5 klukkustundir og fékk 28 urriða 1-3 pund og 6 sjóbirtina 1,5 – 6 pund.  Einnig var að veiðast eitthvað af hoplaxi.

  Veðrið er búið að vera mjög ákjósanlegt þannig að við hvetjum menn að skjótast í Meðalfellsvatnið og prufa!
Veiðikortið þakkar Cezary kærlega fyrir myndirnar og mættu fleiri veiðimenn gjarnan senda okkur myndir frá vötnunum, jafn landslagsmyndir sem aflamyndir á veidikortid@veidikortid.is
 
 
 
 
 
 
Falleg veiði!
 
Myndir: Cezary
Með bestu kveðju,
Veiðikortið.
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Fínt veiðiveður um helgina þrátt fyrir blástur.
Næsta frétt
Vatnaveiðin fór rólega af stað