Það lá við að vatnsyfirborðið í Þingvallavatni hafa lækkað í gærkvöldi, en Ágúst J. Elíasson landaði gríðarlega tignarlegum 22 urriða í vatnkoti í gær. Fiskurinn var 94cm og þykkur og mikill eins og sjá má á myndunum.
Enn og aftur sannast það að síðasta kastið er oft það mikilvægasta, en Ágúst og Hrafnhildur kona hans ákváðu að veiða til kl. 23.00. Þegar Ágúst er að draga inn og er byrjaður að ganga frá tekur þessi gríðarlega stóri fiskur. Það tók um 20 mínútur að landa þessum fallega fiski. Fiskurinn tók maðk og veiddist í Vatnskoti.
Það var frekar leiðinlegt veiðiveður, en um kl. 20 var hitinn varla meira en 4° og rigning og rok í bland. Margir vor mættir á svæðið til að reyna við urriðann eftir urriðafréttir síðustu daga. Lítið er af bleikju í Vatnskoti sem stendur sökum kulda en vonandi lagast það með hækkandi sól. Mikið hefur hins vegar verið að veiðast af urriða og hefur einn veiðimaður t.d. fengið á einni viku fjóra urriða sem vógu 4,5,6,7 en samtals eru allir þessir fjórir fiskar jafn þungir og fiskurinn sem Ágúst veiddi í gær!
Við þökkum Ágústi og Hrafnhildi kærlega fyrir myndirnar og upplýsingarnar.
Hér má sjá myndir af risaurriðanum:
Feiknafallegur risaurriði. – Ágúst J. Elíasson fékk fiskinn kl. 23.00 10. maí 2009
Fiskurinn var 94cm.
0 Comments