Hér fyri rneðan er fréttatilkynning frá Landssambandi Stangaveiðifélaga vegna samþykktar Þingvallanefndar á banni við veiðum milli 24-05 á næturnar í Þingvallavatni:

Stjórn Landssambands Stangaveiðifélaga harmar ákvörðun Þingvallanefndar að takmarka veiðitíma veiðimanna í landi þjóðgarðsins og að hækka verð veiðileyfa.  Stjórn Landssambands Stangaveiðifélaga skorar á Þingvallanefnd að endurskoða ákvörðun sína.  Þjóðgarðsvörður bendir á að þetta sé eina ráð Þingvallanefndar til að koma í veg fyrir að reglur séu brotnar.  Það er nú einu sinni þannig að það eru alltaf svartir sauðir í hverjum hópi og á það við um veiðimenn eins og aðra. Þjóðgarðsvörður talar um að eftirlit verði hert en segir um leið að þjóðgarðurinn hafi ekki efni á að hafa næturvörslu.  
Það er vandséð hvernig þjóðgarðsvörður ætlar að framfylgja þessum reglum ef hann er ekki með næturvörslu.  Eina ráð þjóðgarðsvarðar er aukið eftirlit sem hefur því miður ekki verið nógu gott og því eru þessir svörtu sauðir að eyðileggja fyrir fjöldanum.  Þingvallanefnd fellur í þá gryfju að setja reglur sem bitna á fjöldanum og sem er ljóst að þjóðgarðsvörður getur ekki framfylgt m.v. óbreytt fyrirkomulag eftirlits, í stað þess að leita samstarfs við veiðimenn sjálfa og samtök þeirra um lausn á vandanum. 
Landssamband Stangaveiðifélaga er tilbúið að setjast niður með Þingvallanefnd og ræða málin til að fá þessari ákvörðun breytt.
 
 
Stjórn Landssambands Stangaveiðifélaga

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Ágæt veiði í Meðalfellsvatni
Næsta frétt
Rólegt við opnun vatnanna.