Það hefur verið fín veiði það sem af er ágúst í vatnaveiðinni. 
Þingvallavatn hefur verið að gefa ótrúlega vel í ágúst og hafa veiðimenn verið að fá mikið af fallegri bleikju.  Systkinin Dagbjartur og Perla voru að veiða í fylgd með föður sínum og fengu þau fallegar bleikjur.  Hér fyrir neðan má sjá myndir frá veiðiferðinni.

 
Hér er Dagbjartur búinn að landa fallegri bleikju og Perla fylgist vel með.
 
Hér er Perla búinn að setja í stóra bleikju.
 
 
Hér er Perla búin að landa þessari fallegu bleikju.
Sigurður Marcus er búinn að vera duglegur að sækja Þingvallavatnið í sumar og um daginn fékk hann og veiðifélagi hans ótrúlega góða veiði.Hér fyrir neðan má sjá mynd af aflanum.  Í háfnum eru 14 bleikjur, sem vigtuðu samtals 11 kíló, en þennan afla fengu þeir á milli kl. 17-22 þann 10. ágúst.
 
Svona líta 11 kg af bleikju út!
 
Hér fyrir neðan eru týpískar fallegar Þingvallableikjur!
 
Tvær bleikjur sem Sigurður fékk í lok júlí.
Hér fyrir neðan er mynd af Lárusi veiðifélag Sigurðar með glæsilega bleikju sem hann fékk í lok júní.
 
Lárus Lúðvíksson með bleikjuna góðu sem hann fékk í Þingvallvatni.
 
Í Meðalfellsvatni hafa veiðimenn verið að fá einn og einn lax.  Við fréttum af veiðimanni sem fékk 4 laxa um daginn.  Einnig veiðist urriði og bleikja nokkuð vel.
 
Veiðimenn hafa verið duglegir að stunda Elliðavatnið og hafa menn verið að fá fína urriða í sumar og einnig hafa veiðst einhverjir tugir laxa þar í sumar.  Lítið hefur veiðst af bleikju og er greinilegt að henni fer fækkandi í vatninu. 
 
Sléttuhlíðarvatn er ennþá að gefa mjög vel og fengum við senda mynd frá Benóný sem var þar 13. ágúst og fékk hann þennan fína afla hér fyrir neðan á skömmum tíma.
 
 
Hvetjum veiðimenn til að senda okkur myndir og fréttir á netfangið okkar veidikortid@veidikortid.is
Einnig bendum við að Facebook síðu Veiðikortsins.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
The day is getting shorter. Twilight zone tactics.
Næsta frétt
Merktur urriði úr Þingvallavatni II