Það er búið að vera líf og fjör við Ölvesvatn upp á Skagaheiði það sem af er sumri. Við höfum heyrt í mörgum veiðimönnum sem hafa gert góða veiði og sumir segja að fiskur sé með stærra móti í ár þannig að hann virðist koma vel undan vetri.
Lárus Óskar fer í sína árlegu ferð upp á heiðina og fór hann að þessu sinni 18-21. júní. Þeir félagar fengu frábært veður þrátt fyrir þoku einn daginn, en það var hlýtt og gott veður. Honum þótti fiskarnir óvenju vænir þetta árið og fengu þeir félgar 90 fiskar og var óvenju mikið af bleikju í aflanum þetta árið eða um 50.
Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir frá þeim félögum og fyrir neðan þær myndir kemur myndasyrpa frá Hreini Sigurðssyni:
Einnig fengum sendar skemmtilegar myndir frá Hreini Sigurðssyni, en hann fór á Skagaheiðina fyrri hluta júnímánaðar:
Veiðisystkini við Ölvesvatn.
Ung veiðidama bíður eftir að sá stóri bíti á agnið.
Ungur og efnilegur veiðimaður með fallegan urriða.
Ungur veiðimaður sem lætur ekki handleggsbrot stöðva sig við veiðarnar.
Með flottan afla við Ölvesvatn.
Við þökkum bæði Lárusi og Hreini fyrir myndirnar af Skagaheiði.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
0 Comments