Skagaheiðin í landi Hvalness er vinsæll áfangastaður veiðimanna og jafnan góð veiði. Hægt er að veiða í 7 veiðivötnum og lækjum sem renna á milli vatnanna. Það er búið að vera fín veiði þar í sumar.
Einnig er hægt að leigja veiðihús við vatnið en tvö hús eru við Ölvesvatn þar sem er gisting er fyrir 6-8 manns. Við heyrum í Bjarna í Hvalnesi fyrir skömmu og þá var enn hægt að komast að í húsunum. Þeir sem vilja tryggja sér leigu eða kanna með lausa daga er bent á að hafa beint samband við Bjarna Egilsson, í síma 893-7756 eða með því að senda tölvupóst á hvalnes730@simnet.is
Það er góður tími á heiðinni að nálgast en þegar líður á sumarið fer fiskurinn í meira mæli í lækina á milli vatnanna þar sem gaman er að egna fyrir þá með þurrflugu eða púpum.
Við vekjum athygli á því að á vatnasvæðið er takmarkaður fjöldi stanga, þannig að nauðsynlegt er að skrá komu sína áður en veiðimenn mæta á svæðið.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið