Það verður mikið um að vera í Bíó Paradís milli klukkan 18-20 en þá verður haldin veiðisýning fyrir almenning milli klukkan 18-20. Frítt er inn á sýninguna. Í framhaldi af sýningunni hefst kvikmyndahátiðin RISE fyrir þá sem hafa tryggt sér miða i veiðibíó, en miðar á hana eru löngu uppseldir.
Hér fyrir neðan er fréttatilkynning frá aðstandendum sýningarinnar:
Veiðisýning – Bíó Paradís – 6. Mars frá 18 – 20
Eins og alþjóð nú veit er orðið uppselt á RISE fluguveiði kvikmyndahátíðina. Við erum í skýjunum yfir þessum áhuga á fluguveiði bíómyndum og verðum að segja að íslenskt veiðifólk er ótrúlegt og í raun besta veiðifólkið í heimi miðað við höfðatölu.
Það sem kannski færri vita er að á undan RISE hátíðinni verður haldin veiðisýning í anddyri Bíó Paradís. Þessi veiðisýning er öllum opin og þar verða margir áhugaverðir einstaklingar og fyrirtæki að sýna sig og sínar vörur. Sýningin opnar kl. 18 og stendur til kl. 20 eða þar til RISE hátíðin hefst formlega. Dagskrá sýningarinnar er að verða klár og ég hvet alla til að fylgjast með Facebook síðu RISE ef einhverjar breytingar skyldu verða.
Þar sem nú er orðið uppselt á hátíðina sjálfa hvetjum við samt allt áhugafólk um veiði að kíkja við í Bíó Paradís, skoða sig um, hitta aðra veiðimenn og spjalla um komandi veiðitímabil. Þann 6. mars frá kl. 18-20 í anddyri Bíó Paradís Hverfisgötu.
Gestir veiðisýningarinnar eru:
Veiðivon Mörkinni 6
Veiðivon mun kynna nýja stöng frá Scott sem heitir Radian ásamt því að vörur frá SIMMS og Smith sem væntanlegar eru með vorinu verða kynntar.
Veiðiþjónustan Strengir
Strengir munu mæta á staðinn og kynna fyrir veiðimönnum það framboð sem þeir hafa upp á að bjóða í sumar.
Veiðifélagið Hreggnasi
Strákarnir hjá Hreggnasa koma og kynna þau veiðisvæði sem eru í boði hjá þeim næsta sumar.
Veiðifélagið Lax-á
Lax-á verða á staðnum með kynningu á sínum veiðisvæðum.
Stangveiðifélag Reykjavíkur
Fulltrúar frá SVFR mæta á svæðið og kynna sín veiðisvæði.
Haukadalsá
Strákarnir í Haukadalsánni ætla að koma og kynna fyrir gestum þessa skemmtilegu veiðiá.
Mýrarkvísl
Þeir félagar sem leigja Mýrarkvísl koma og kynna ána fyrir gestum og gangandi
Iceland Angling Travel
Strákarnir hjá Iceland Angling Travel verða á staðnum og ræða við gesti um laus veiðileyfi og fyrirhugaðar veiðiferðir erlendis.
Veiðikortið
Ingimundur Bergsson frá Veiðikortinu verður á staðnum og ræðir við gesti um vatnaveiðina 2014
Baldur Hermannsson
Baldur er höfundur túpunnar Frigga ásamt fleiri góðum flugum. Baldur mætir á staðinn, hnýtir og spjallar við veiðimenn. Eitthvað segir mér að það verði hægt að fjárfesta í eins og einum Frigga á staðnum.
Skúli Kristinsson
Einn okkar albesti fluguhnýtari og höfundur m.a. túpunnar Bizmo. Skúli kemur og hnýtir laxaflugur og spjallar við gesti og gangandi.
Viskí kynning
Gestum og gangandi verður boðið að smakka á Ballantines, Chivas Regal og The Glenlivet viskí. Munið að skilja bílinn eftir heima.
Kynning á Go-Pro myndavélum
Go-Pro myndavélarnar hafa verið vinsælar hjá veiðimönnum undanfarin ár. Fulltrúar frá umboðsaðila Go-Pro á Íslandi mæta á svæðið og kynna vélarnar fyrir gestum.
Árvík
Fulltrúar frá Árvík koma og kynna fyrir okkur Aquanova flugulínur frá Northern Sport í Kanada ásamt því að sýna okkur fleira skemmtilegt veiðitengt dót.
Frekari upplýsingar veitir Stjáni Ben í síma 8675200 eða með tölvupósti á rise@icelandangling.com
Hér fyrir neðan má líta nokkrar myndir sem teknar voru á RISE hátíðinni í fyrra.
0 Comments