Veiðikortið í samstarf við Veidibok.is um skil á veiðiskýrslum.
Veiðibók.is hefur í samstarfi við Veiðikortið sett upp skráningarkerfi á afla fyrir vötnin sem eru inn í Veiðikortinu.
Með þessu samstarfi er verið að reyna að gera veiðimönnum eins auðvelt fyrir og kostur er að skrá afla, en einnig er vonast til að fá meiri upplýsingar um aflatölur úr vötnum Veiðikortsins.
Á vefnum www.veidibok.is geta veiðimenn skráð afla úr vötnunum beint án þess að skrá sig sem virkir notendur á vefnum, en einnig hvetjum við veiðimenn til að setja upp aðgang sem er frír, til þess að halda utan um veiðiferðir, setja inn myndir af veiðistöðum og jafnvel flugum.
Vonum að þessi nýjung leggist vel í menn. Einnig viljum við gjarnan að veiðimenn sendi okkur línu á veidikortid@veidikortid.is ef að mönnum þykir að eitthvað mætti betur fara.
Við munum væntanlega kynna þetta betur á næstu dögum.
Með bestu kveðju og góða helgi!
Veiðikortið
0 Comments