Við kynnum með stolti Veiðikortið 2021. Það er væntanleg innan fárra daga úr prentun þannig að það fer í dreifingu öðru hvoru megin við mánaðarmótin.
Það koma tvö ný vötn inn fyrir komandi veiðisumar, Frostastaðavatn að Fjallabaki og Laxárvatn kemur aftur inn, eftir framkvæmdir við vatnsmiðlun, sem hefur hækkað yfirborðið og gert það að enn betra veiðivatni til stangaveiða.
Veiðikortið hefur verið vinsæl jólagjöf síðustu árin enda höfum við kappkostað við að hvetja veiðimenn og fjölskyldur til að njóta íslensks sumars við falleg vötn. Með Veiðikortið í vasanum geta veiðimenn veitt í 36 veiðivötnum vítt og breitt um landið fyrir aðeins kr. 8.900.-
Við látum ykkur vita um leið og kortið er tilbúið til afhendingar, en hægt er að panta það strax á netinu og fá það sent frítt heim um leið og það verður klárt.
Hér fyrir neðan má sjá forsíðu bæklingsins fyrir Veiðikortið 2021.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
0 Comments