Svo virðist sem urriðinn sé mættur í þjóðgarðinn á Þingvöllum og það mikið af honum.

Við höfum heyrt af veiðimönnum síðustu vikuna sem hafa verið að fá fallega urriða þar. Í gærkvöldi fór Cesary Fijalkowski í þjóðgarðinn til að kanna málið.  Hann sagði að það væri óvenju mikið af urriða í þjóðgarðinum og fékk hann 7 urriða allt frá 3kg upp í 11kg! Hann hóf veiðar um kl. 22.00 og veiddi til 4 um nóttina. 

Næstu vikurnar má segja að einn rómaðasti veiðitíminn sé að ganga í garð, þegar hægt er að njóta ljósaskiptanna og veiða væna urriða sem gjarnan láta sjá sig við bakkana þegar rökkva tekur.

Við hvetjum veiðimenn sem kunna að veiða urriða á næstunni að sleppa stóra urriðanum, enda er hann óhæfur til matar.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af Cezary frá því í nótt.

 


 


 

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Skagaheiði – góð veiði í sumar!
Næsta frétt
Fallegur urriði úr Kleifarvatni