Veiðikortið er að hefja sitt nítjánda starfsár.  Allt frá fyrsta degi hefur Veiðikortinu verið mjög vel tekið og þessum frábærum viðtökum má þakka það að hægt hefur verið að bjóða upp á frábæra valkosti í vatnaveiði. 
 
Veiðikortið 2024

Veiðikortið er mjög hagkvæmur valkostur sem hentar jafnt veiðimönnum sem fjölskyldufólki. Með Veiðikortið í vasanum er hægt að veiða nær ótakmarkað í 36 veiðivötnum víðsvegar um landið sem og tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra. Nú gefst fólki loksins kostur á að stoppa við falleg vötn, í skemmri eða lengri tíma, án þess að þurfa að eyða miklum tíma í að finna út hvert á að fara til að kaupa veiðileyfi, eða hvort það sé fiskur í vatninu og þar fram eftir götum.
 
Með kortinu fylgir veglegur bæklingur og í honum eru lýsingar á veiðisvæðunum, reglur, kort og myndir.  Einnig eru grunnupplýsingar á ensku í bæklingnum. Allur texti í bæklingi má finna á www.veidikortid.is bæði á íslensku og ensku og auk þess hægt að nálgast rafræna útgáfu.
 
Við viljum hvetja þig til að nota vefinn veidikortid.is lesa nýjustu fréttirnar hverju sinni sem tengjast Veiðikortinu. Einnig eru veiðisögur og myndir vel þegna á netfangið veidikortid@veidikortid.is.
 
  
 

Almennar reglur

Veiðikortið er stílað á einn einstakling og þurfa korthafar að merkja kortið með kennitölu sinni í þar til gerðan reit. Þegar skráning fer fram hjá landeiganda eða veiðiverði ber að sýna Veiðikortið og persónuskilríki eða samkvæmt reglum í bæklingi.  Veiðimenn hvattir til að ganga vel um veiðisvæðin og skilja ekki eftir sig rusl eða önnur ummerki.
Kortið gildir fyrir einn fullorðinn og börn yngri en 14 ára í fylgd með korthafa.  Eiganda kortsins ber að merkja kortið á bakhlið með kennitölu sinni.
Veiðimönnum ber að virða þær reglur sem kynntar eru á upplýsingasíðum vatnanna, en mismunandi reglur geta gilt á milli vatnasvæðanna.
Hægt er að kaupa Veiðikortið 2024 á  næstu N1-stöð, Olís stöðvum og veiðivöruverslunum um land allt og víðar.  Einnig er rétt að benda á að hægt er að kaupa Veiðikortið niðurgreitt hjá mörgum stéttarfélögum.
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
 
 
 
 
 
 
 
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
The Icelandic Fishing Card
Næsta frétt
Online brochure for the Veidikortid 2014