Staðsetning:  

Syðridalsvatn er í Bolungavík við Ísafjarðardjúp.
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi.

Leiðin til Bolungavíkur er um 470 km. ef ekið er um Arnkötludal, á bundnu slitlagi frá Reykjavík.  Þaðan eru aðeins nokkrir km til vatnsins.
 

Upplýsingar um vatnið:

Hér er um mjög gott veiðivatn að ræða. Það er um 1 km2 að stærð og liggur um þrjá metra fyrir ofan sjávarmál. Þangað gengur mikið af sjógengnum fiski, s.s. sjóbleikju, sjóbirtingi og laxi.  Aðal veiðisvæðið er við ósa ánna, sem renna í vatnið.  Á Miðdalsodda og Geirastaðaodda er æðarvarp.  Veiðimenn eru beðnir um að taka tillit til þes og fara ekki þar um frá maíbyrjun og til júníloka.
 

Veiðisvæðið:  

Veiði er heimil í öllu vatninu og meðfylgjandi not eru af nærliggjandi ám, Gilsá og Tröllá.  Ekki má veiða í Ósá, sem rennur úr vatninu, og ekki nær henni en sem nemur merkjum i í Grjótnesi og Vatnsnesi. Hægt er að kaupa sérstaklega veiðileyfi i Ósa fyrir þá sem vilja veiða í henni.  Veiðileyfin í Ósa fást í Shellskálanum í Bolungavík.
 

Gisting: 

Í Bolungarvíkurkaupstað er fyrirtaks tjaldsvæði með hreinlætisaðstöðu við iþróttamiðstöðina Árbæ.  Þar eru einnig gistiheimili og möguleiki á íbúðargistingu, sundlaug með vatnsrennibraut og íþróttasalur, ásamt margskonar afþreyingu og þjónustu.
 

Veiði:  

Staðbundin bleikja, sjóbleikja, sjóbirtingur og stöku lax.
 

Daglegur veiðitími:  

Leyfilegt er að veiða frá kl. 7 til kl. 22.
 

Tímabil: 

Veiði er heimil frá 1.apríl til 20. september.  Einnig er hægt að stunda dorgveiði í vatninu, þegar svo ber við, í samráði við veiðivörð.
 

Agn: 

Allt löglegt agn:  Fluga, maðkur og spónn.
 

Besti veiðitíminn:

Júlí og ágúst.
 

Reglur: 

Lausaganga hunda er stranglega bönnuð.  Vinsamlegast skiljið ekki eftir rusl og stranglega bannað er að aka utan vegar.  Handhafar Veiðikortins þurfa að skrá kortanúmer og kennitölu hjá umsjónarmanni, Arnþóri Jónssyni á Geirastöðum.  Ef enginn er heima, þá er veiðibókin í kassa við tröppurnar á Geirastöðum.  Þar skal skrá veiði dagsins.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.
 

Veiðivörður / umsjónarmaður:

Arnþór Jónsson, Geirastöðum, S: 456-7118 eða GSM: 897-7370
 
 
{pgsimple id=7|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
 
{weather 3}


Sýna stærra kort

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Vatnsdalsvatn í Vatnsfirði
Næsta frétt
Sauðlauksdalsvatn