Það er fallegt í Fljótunum.
Sléttuhlíðarvatn er rétt norðan við Hofsós, en þó er ekki nema um hálftíma keyrsla þangað frá Varmahlíð. Ef menn eru á norðuleið þá hvetjum við fólk til að kíkja þangað en yfirleitt er mikið líf þar og gaman fyrir fjölskylduna að renna fyrir fiski þar. Einnig má benda á að hægt er að leigja gistinu í húsi sem búið er að standsetja rétt við vatnið hjá Magnúsi á Hrauni.
Stjáni Ben var á ferðalagi um Fljótin og stoppaði í stutta stund í Sléttuhlíðarvatni og fékk hann og fjölskyldan þar 3 urriða á skömmum tíma. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá honum – einnig sendi Valdemar okkur myndir þaðan og má skoða þær hér auk þess sem alla þessar myndir má skoða í myndaalbúminu. Við þökkum kærlega fyrir þessar myndir sem sanna það hann er byrjaður að taka fyrir norðan.
Hér eru myndir frá Stjána Ben:
Mynd: Stjáni Ben – Sléttuhlíðarvatn maí 2009
Mynd: Stjáni Ben – Sléttuhlíðarvatn maí 2009
Mynd: Stjáni Ben – Sléttuhlíðarvatn maí 2009
Mynd: Stjáni Ben – Sléttuhlíðarvatn maí 2009
Mynd: Stjáni Ben – Sléttuhlíðarvatn maí 2009
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá Valdemar:

Mynd: Valdemar – Sléttuhlíðarvatn maí 2009

Mynd: Valdemar – Sléttuhlíðarvatn maí 2009

Mynd: Valdemar – Sléttuhlíðarvatn maí 2009

Mynd: Valdemar – Sléttuhlíðarvatn maí 2009
0 Comments