Nú styttist í veturinn og vatnasvæðin eru byrjuð að loka hvert af öðru. Þann 31. ágúst lokaði t.d. Hítarvatn. Í dag 15. september er síðasti dagurinn sem heimilt er að veiða í Þingvallavatni, Elliðavatni, Vífilsstaðavatni og Hópinu. Hægt er að skoða samantekt yfir opnunar- og lokunartíma vatnanna hér.
Þegar veðrið er gott er haustið fallegur og skemmtilegur tími. Heimilt er að veiða í mörgum vötnum til 30. september og má þar nefna nágrannavötnin 3 á Snæfellsnesi, Baulárvallavatn, Hraunsfjarðarvatn og Hraunsfjörður. Þau gefa öllu jöfnu góða veiði í september. Einnig er heimilt að veiða t.d. í Úlfljótsvatni út mánuðinn auk fleiri vatna sem hægt er að skoða í samantektinni.
Urriðinn tekur vel á haustin og þá láta oft stærstu fiskarnir sjá sig í ljósaskiptunum.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
0 Comments