Í dag opnaði formlega fyrir veiði í Meðalfellsvatni. Vatnið er mjög þægilegt fyrir fjölskyldufólk enda aðkoma góð, stutt frá höfuðborgarsvæðinu og veiðilíkur fínar.  Margir veiðimenn sækja í vatnið snemmsumars enda veiðist talsvert af vænum fiskum þá.

Við viljum þó hvetja menn til að drepa ekki niðurgöngufiska og á það jafnt við um hoplax og sjóbirtinga á leið til sjávar. Þannig að ef að þú veiðir mjög grannan fisk, eru allar líkur á því að um niðurgöngufisk er að ræða og hann hentar ekki vel til átu.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Meðalfellsvatnið.

Með kveðju,

Veiðikortið

Fyrri frétt
Þingvallavatn opnar fyrir fluguveiði á morgun!
Næsta frétt
Kleifarvatn á Reykjanesi opnar fyrir veiði