Matís og Laxfiskar kynna niðurstöður rannsókna á magni kvikasilfurs í Þingvallaurriða

 
Jóhannes hjá Laxfiskum sendi okkur erindi um aðMatís og Laxfiskar ætla að kynna niðurstöður rannsókna á magni kvikasilfurs í Þingvallaurriða.  Áhugavert fyrir áhugamenn um Þingvallaurriðann.
Matís og rannsóknafyrirtækið Laxfiskar halda fund til að kynna niðurstöður sameiginlegrar rannsóknar á magni kvikasilfurs í urriða úr Þingvallavatni. Hagsmunaaðilar og aðrir áhugasamir eru boðnir velkomnir á fundinn. Rannsóknin hafði manneldissjónarmið að leiðarljósi og var framkvæmd til að draga upp mynd af magni kvikasilfurs í Þingvallaurriðum með hliðsjón af stærð þeirra og forsögu. 
 
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að kvikasilfur er mælanlegt í Þingvallaurriða. Í vissum tilvikum er magn kvikasilfurs í fiskholdinu yfir leyfilegum mörkum Evrópusambandsins fyrir styrk kvikasilfurs í matvælum. Smærri urriðinn er gegnumsneitt undir þeim mörkum en eftir að urriðinn hefur náð ákveðinni stærð eru umtalsverðar líkur á því að hann innihaldi meira kvikasilfur en viðmiðunarmörk gera ráð fyrir.
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn, 27. maí 2009, kl 14:00 í Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4, á 1. hæð.
 
 
Mynd: Einar Á.E. Sæmundsen,
 
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Viðtal á Rás 2 við Hilmar Malmkvist vatnalíffræðing
Næsta frétt
Vötnin fyrir norðan að detta inn – flottur urriði úr Þingvallavatni