Það voru margir veiðimenn mættir í opnun Vífilsstaðavatns í gær, 1. apríl.  Vatnið leit vel út eftir að hafa verið ísilagt nokkrum dögum áður.  Veðrið lék við veiðimenn en það var sól þrátt fyrir smá skúragang í kringum hádegið. 

 Fáir veiðimenn voru við Meðalfellsvatn en þó voru menn að fá einn og einn.  Kristján Friðriksson hjá FOS.IS fékk vænan 60cm urriða þar.  Eitthvað voru menn að veiða þar í dag og við vonumst til að fá fleiri fréttir þaðan á næstu dögum þar sem ísinn er að hopa.  Í opnun var mikill ís á vatninu en þó nokkrar vakir sem hægt var að renna í.  

Það var ekki mikið að gerast í veiðinni en stutt í að bleikjan fari að sýna sig í meira mæli við vatnið.  Eitthvað voru veiðimenn þó að fá í dag (2. apríl) enda búið að vera fínn hiti.  

Hér fyrir neðan má líta nokkrar myndir sem við tókum við opnun en einnig bendum við á að fylgjast með Facebook síðunni okkar en þar eru fleiri myndir.


Veiðimenn gera sig klára á planinu.  Hér er Vignir Árnason með tvær í takinu, en systurnar Kristín og
Vilborg Reynisdætur voru mættar að vanda.

 


Ómar Morthens og Daníel Gunnsteinn spáðu í hvaða flugur ætti að prófa við þessar aðstæður.


Vignir Árnason fer yfir málin með þeim Bjarti og Ómari.  


Það var margt um manninn í fallegu veðri.


Veiðimaður að velja réttu fluguna.


Vatnið lítur vel út en aðeins fáir dagar eru síðan það var ísilagt.


Systurnar Kristín og Vilborg Reynisdætur byrjaðar að veiða.


Við fengum að skoða nánar boxið sem hann Daníel Gunnsteinn var með stútfullt af Vífó flugum.  

Hlökkum til að fá fleiri fréttir af veiðislóð!  Endilega sendið okkur myndir og fréttir.

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

 

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Sjóbirtingur í Þveit
Næsta frétt
Nokkur vötn opna á morgun!