Á morgun 15. apríl hefst veiði í Kleifarvatni á Reykjanesi. Vatnið hefur ekki verið mikið stundað síðustu tvö ár en veiðimenn hafa verið að gera ágætis veiði þar þrátt fyrir það. Vonandi er stofninn að eflast í vatninu og verður spennandi að fylgjast með veiðinni þar í sumar.
Síðustu fregnir herma að vatnið hafi verið nánast alveg ísilagt fyrir viku síðan, en eflaust eru einhver svæði orðin klár fyrir veiðimenn. Við fáum vonandi fréttir af stöðu mála á morgun þegar vatnið opnar formlega.
{galbum 1,5950943510169012145}
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
0 Comments