Eftir nokkur frekar róleg ár í Kleifarvatni virðist það vera að taka hressilega við sér. Svo virðist sem seiðasleppingar séu að skila sínu og virðist vera mikið af 5-8 punda urriðum í vatninu.
Við höfum frétt af þremur veiðimönnum sem hafa verið að gera það gott á bökkum vatnsins. María Petrína Ingófsdóttir hefur verið duglega að kíkja í Kleifarvatnið í gegnum tíðina. Hún var þar í gærkvöldi og fékk einn 7 punda urriða á maðk.
Hér er María Petrína Ingólfsdóttir með 7 punda urriða sem hún fékk í vatninu í gærkvöldi.
Um síðustu helgi fékk Miroslav Sapina þrjá fallega fiska í einum að ferðum sínum og voru það allt vænir fiskar. Í aflanum var ein bleikja sem vóg 5 pund og tveir urriðar sem voru 6 og 7 pund. Einnig fékk hann 8 punda urriða það 26. maí sem vorum búin að segja frá.
Hér má sjá fiskana þrjá sem Miroslav fékk í Kleifarvatni um síðustu helgi.
Helgi Þór Jónsson kíkti í vatnið þann 29. maí sl. og fékk hann fallegan 7 punda urriða.
Helgi Þór Jónsson með 7 punda hnöttóttan urriða sem hann fékk í Kleifarvatni 29. maí sl.
Spikfeitur og fallegur urriðinn sem Helgi Þór fékk.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
0 Comments