Þrátt fyrir að komið sé fram í september er ennþá hægt að veiða flestum vötnum Veiðikortsins. Veiðimaður var á Melrakkasléttu á laugardaginn síðasta og fékk hann 3 urriða 2,5-3 pund á flugu.
Einnig hefur heyrst af mönnum sem hafa verið að gera það gott í laxveiði í Meðalfellsvatni eins og venjan er þegar líða tekur á sumarið. Einnig má benda á að lax gengur líka upp í Þórisstaðavatn og veiðast þar margir laxar á hverju sumri.
Við hvetjum veiðimenn til að senda okkur nokkrar línur um veiði og jafnvel myndir á netfangið veidikortid@veidikortid.is
Affall Hraunhafnarvatns.
Hraunhafnarvatn
Hesamölin við Hraunhafnarvatn. myndir: Hallur
Á þessari mynd er Andri með fallegan urriða frá því í júlí 2007.
Andri og Eiríkur með afla í júlí 2007..
Með kveðju,
Veiðikortið
0 Comments