Staðsetning:  

Hlíðarvatn er í Kolbeinsstaðahreppi og er við Heydalsveg nr. 55.
 
 

Leiðarlýsing:

Ekið er inn á Snæfellsnesið við Borgarnes og þaðan er beygt inn á Heydalsveg, malarveg sem er merktur Búðardalur og ekið eftir honum um 10 km og þá er vatnið á hægri hönd. Vatnið er í um 130 km fjarlægð frá Reykjavík sé ekið um Hvalfjarðargöng og um 50 km frá Borgarnesi.
 
 
 

Upplýsingar um vatnið:

Hlíðarvatn í Hnappadal er gjöfult og vinsælt veiðivatn. Sérkenni vatnsins eru að vatnshæð breytist mikið yfir sumarið og veiðistaðir í hrauninu breytast því talsvert milli mánaða. Vatnið er rúmlega 4 km2 og mesta dýptin er um 20m. Það stendur í um 75 m. hæð yfir sjávarmáli.
 
 
 

Veiðisvæðið:  

Heimilt er að veiða fyrir landi Hraunholta sem er vestari hluti vatnsins. Veiðimörk eru miðuð við Svartaskúta í suðri og Hermannsholts í norðri. Sjá veiðimörk á korti. Vinsælustu staðirnir eru Hraunið, Rif og Víkin.
ATH. Veiðikortið gildir aðeins í landi Hraunholta – sjá kort. Einnig er hægt að kaupa veiðileyfi og tjaldsstæði í Hallkelsstaðahlíð, fyrir þá sem vilja.
 
 

Gisting: 

Hægt er að tjalda við vatnið án endurgjalds meðan pláss leyfir, en snyrtilegri umgengni er krafist. Hreinlætisaðstaða er við vatnið. 
Veiðihús: Stangveiðfélag Borgarness er með snyrtilegt hús við vatnið sem er kallað Jónsbúð og er hægt að fá það leigt. Í húsinu er gistipláss fyri 6-7 manns en þar er fín aðstaða með eldhúsi og salerni, en þó ekkert rafmagn. Leiguverð á húsinu er kr. 7.000 nóttin um helgar og kr. 5.000 á virkum dögum. Varðandi leigu á því þarf að panta með fyrirvara hjá svfb310@gmail.com.
 

    
 

Veiði:  

Í vatninu veiðast bæði bleikja og urriði, jafnt litlir og stórir fiskar.
 

Daglegur veiðitími:  

Heimilt er að veiða allan sólarhringinn.
 

Tímabil: 

Heimilt er að veiða í vatninu allt árið um kring. Dorgveiði er heimil þegar þegar aðstæður leyfa og tryggt sé að ísinn sé traustur.
.
 

Agn:  

Leyfilegt agn er allt almennt agn eins og t.d. fluga, maðkur, baunir og spónn. 
 

Besti veiðitíminn:  

Best er að veiða í Hlíðarvatni fyrri hluta sumars en nokkuð jöfn veiði er yfir sumarið. Þar sem vatnsstaða vatnsins er mikil breytast veiðistaðir mikið yfir tímabilið. Þegar vatnsstaða fellur opnast aðgengi að nýjum stöðum með því að ganga í hrauninu.
 

Reglur: 

Veiðimenn mega fara beint til veiða en skulu lata vita af sér í síma 894-6679 / 435-6679 eða koma við í Hraunholtum og  hafa Veiðikortið á sér til að sýna veiðiverði þegar hann vitjar veiðimanna. 
Veiðimenn eru einnig vinsamlegast beðnir um að fylla út veiðiskýrslu á vefnum okkur senda okkur á veidikortid@veidikortid.is.
Veiðimenn eru vinsamlegast beðnir um að ganga vel um svæðið og ekki skilja eftir sig rusl.
Öll bátaumferð er bönnuð.
 
{oziogallery 436}
 
 
{weather 1}


View Larger Map

 
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Sauðlauksdalsvatn við Patreksfjörð
Næsta frétt
Hraunsfjörður