Héðan og þaðan – veislan heldur áfram í blíðunni
Veðrið hefur leikið við okkur og mikið líf verið í vötnunum. Veiðimenn hafa verið að fá mjög fína veiði í flestum vötnunum en við heyrumst mest frá Þingvallavatni þar sem margir veiðimenn eru að njóta þess að veiða bleikjuna síðustu daga og vikur.
Einnig hafa menn verið að fá fína veiði í Meðalfellsvatni. Hvetjum veiðimenn sem eru á ferð um landið að senda okkur fréttir frá fleiri vatnasvæðum.
Benedikt Þorgeirsson skellti sér í Þingvallavatnið 20. júní og veiddi vel. Hann fékk 24 fiska og hirti 10 bleikjur en sleppti 14 murtum.
Flottar bleikjur sem Benedikt fékk á Þingvöllum 20. júní.
Ólafur Már Kristjánsson fór á Þingvelli 23. júní ásamt Karli H Gíslasyni. Saman fengu þeir 21 bleikju.
Flottur afli hjá þeim Ólafi Má og Karli Hólm.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
0 Comments