
Það er fátt skemmtilegra en að vera upp á Skagaheiði í faðmi fjölskyldu eða vina þegar vel viðrar og vel fiskast. Róbert Daníel og fjölskylda skelltu sér á heiðina fyrir nokkru og áttu góðan dag á heiðinni.
Myndirnar tala sínu máli og fengum við lánaðar nokkrar myndir frá Róberti sem lýsa svo vel upplifunni sem fylgir verunni upp á heiði við falleg veiðivötn. Þau veiddu aðallega í Ölvesvatni.

Daníel með flottan afla ásamt hundinum Sunnu.

Ísól búinn að veiða fallega bleikju.

Verið að gera klárt!

Fiskur í löndun.

Sá yngsti fljótur að komast upp á lagið!

Flottur dagur hjá veiðifjölskyldunni á Skagaheiði!

Daníel búinn að plasta aflann!

Sólarlag á Skagaheiðinni er fallegt.
Við þökkum Róberti Daníel kærlega fyrir að leyfa okkur að fá að njóta myndanna úr veiðiferð fjölskyldunnar á Skagaheiðina og hvetjum veiðimenn til að senda okkur myndir frá vötnum Veiðikortsins.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
0 Comments