Inga Dóra Halldórsdóttir og fjölskylda skelltu sér í fjölskylduferð í Sléttuhlíðarvatn fyrir norðan. Þau fengu 48 fiska á laugardaginn og 58 á sunnudaginn. Flestir fiskarnir voru veiddir á spún og af bát.
Stærðin á fiskunum voru frá tæpu pundi upp í 2 pund þeir stærstu.
Hér koma nokkrar myndir sem við fengum sendar:


Fín aðstaða til að tjalda við Sléttuhlíðarvatn.


Það var mokveiði í Sléttuhlíðarvatni síðustu helgi.


Aðgerðarkvíði ?
Við þökkum kærlega fyrir fréttirnar og myndirnar og hvetjum veiðimenn til þess að senda okkur fréttir og myndir öðrum til ánægju og upplýsinga á netfangið veidikortid@veidikortid.is
Með kveðju,
Veiðikortið
0 Comments