Það hefur verið margt um mannin við veiðar í Kleifarvatni á Reykjanesi síðustu daga og vikur. Mikið er að fiski í vatninu.
Óskar Guðbrandsson fór ásamst Hjörleifi vini sínum og Emilio Aron bróður sínum til veiða í Kleifarvatni í fyrrakvöld og voru mættir um kl. 22.00 og við gefum honum orðið:
"Það var létt rok og smá rigning til að byrja með en það stoppaði okkur ekki, enda var komið gullfallegt veður um 23:30.
Við veiddum á spún og fiskar að sýna sig um allt. Það var frekar rólegt samt til að byrja með en Emilio bróðir fékk einn fínan 1,5-2 pund um kl. 22:30 og síðan fékk hann annan mun vænni eða um 3,5 – 4,5 pund. Þetta voru hans fyrstu fiskar og hann því gríðarlega ánægður veiðimaður eftir þetta!
Ég fékk síðan einn um 1,5 pund og Hjörleifur setti í mjög stóran fisk, hugsanlega í kringum 5 pund sem sleit. "
Hér fyrir neðan má sjá Emilio Aron með stærri fiskinn.
Emilio Aron með fallegan urriða úr Kleifarvatni.
Mk,
Veiðikortið
0 Comments