Lárus Óskar og félagar fór í sína árlegu veiðiferð á Skagaheiði (Ölvesvatn) um síðustu helgi og fengu þeir frábær veður til útivistar og veiða.

Þeir veiddu vel að vanda en tala um að fiskurinn fari stækkandi. Þeir voru með mjög marga fiska sem voru 2-2,5 pund og einn sem var tæp 4 pund.  Þeir voru að veiða bleikju og urriða í bland.

Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir úr ferð þeirra félaga og þökkum við Lárusi kærlega fyrir þær.


Veiðimaður með fallega bleikju á Skagaheiðinni.

 


Á góðri stund við bakkann. 

 


Fiskurinn var óvenju feitur og pattaralegur og greinilega í nógu æti.

 


Flakað á staðnum og gengið frá afla.

 

Með kveðju,

Veiðikortið

 

 

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Vatnaveiðin loksins að detta í gang!
Næsta frétt
Vestmannsvatn gaf vel í gær!