Staðsetning: Hnit: 63° 56,842’N, 20° 30,179’W
Gíslholtsvatn er í Holtahreppi í Rangárþingi.
Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi.
Frá Reykjavík eru um 85 km að Gíslholtsvatni. Beygt inn á Heiðarveg nr. 284 frá þjóðvegi nr. 1 rétt austan við Þjórsá.
Upplýsingar um vatnið:
Tvö vötn eru á svæðinu, Eystra og Vestra- Gíslholtsvatn. Handhafar Veiðikortsins mega aðeins veiða í eystra vatninu að vestanverðu, þ.e.a.s í landi Gíslholts. Gíslholtsvatn er um 1,6 km2 að flatarmáli og í 65m hæð yfir sjávarmáli. Mesta dýpt er um 8 m. en meðadýpt um 2,5 m.
Veiðisvæðið:
Veiði er heimil í eystra vatninu, fyrir landi Gíslholts. Sjá kort.
Gisting:
Mögulegt er að fá að tjalda við vatnið í samráði við landeiganda.
Veiði:
Staðbundin bleikja og urriði. Bleikjan er öllu jöfnu nokkuð smá en urriðinn getur verið vel vænn.
Daglegur veiðitími:
Leyfilegt er að veiða allan sólarhringinn.
Tímabil:
Veiði er heimil frá því að ísa leysir. Einnig má stunda dorgveiði í vatninu, þegar svo ber við, í samráði við veiðivörð.
Agn:
Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn.
Besti veiðitíminn:
Nokkuð jöfn veiði er í vatninu yfir sumarið. Urriðinn tekur yfirleitt sérstaklega vel snemma á sumrin.
Annað:
Veiðimenn eru beðnir um að fara farlega þar sem bakkarnir eru viðkvæmir á sumum stöðum og eitthvað hefur hrunið úr þeim á stöku stað.
Reglur:
Vinsamlegast skiljið ekki eftir rusl og stranglega bannað er að aka utan vega. Handhöfum Veiðikortsins er heimilt að fara beint niður að vatni en hafa Veiðikortið sýnilegt í bílglugga til þæginda fyrir veiðivörð. Lausaganga hunda er bönnuð á svæðinu. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. Veiði úr bátum er bönnuð.
Veiðivörður / umsjónarmaður:
Bryndís Dyrving, Gíslholti, S: 487-6553 /
GSM: 847-5787
{pgsimple id=14|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
{weather 9}
0 Comments