Það er búið að vera ótrúlega góður gangur við Þingvallavatn, en svo virðist sem nýr opnunartíma sé að hitta í mark.  Urriðinn er mættur og er hann að veiðast mjög vel og þá sérstaklega á kvöldin.  Helstu flugurnar sem hafa verið að virka eru hvítar straumflugur eins og Hvítur Nobbler og Black Ghost.

Við sögðum frá flottur urriðum í gærdag, en í gærkvöldi var enn meira um að vera.  Urriðinn var að koma mjög nærri landi rétt fyrir myrkur.  

Halldór Gunnarsson fór ásamt veiðifélögum á Þingvelli í gærkvöldi og fengu þeir sex vænum urriðum.  Einn var 55cm, annar 62cm, tveir voru 73cm og tveir voru 76cm.  Fiskarnir tóku allir Hvítan Nobbler og var þeim öllum sleppt að lokinni myndatöku.


Hér er Haukur Böðvars með einn 76cm fisk sem hann veiddi á Hvítan Nobbler í gærkvöldi (23. apríl).


Hér er Halldór Gunnarsson með einn vænan sem hann fékk í gærkvöldi.

 
Það voru fleiri veiðimenn að fá fiska og þeirra á meðal var Thorvald Brynjar Sörensen.  Hann fékk 63cm urriða einnig á Hvítan Nobbler. Fisknum var að sjálfsögðu sleppt eins og nýjar reglur gera ráð fyrir.
 

Thorvald Brynjar með 63cm fisk.
 
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Vífilsstaðavatn komið í gang!
Næsta frétt
Elliðavatn var flott í morgun!