Við birtum fregnir af boltaurriða sem Cezary fékk í gær, en í dag fengum við einnig fréttir frá Wojcieck Sasinowski sem hefur kíkt í þjóðgarðinn síðustu kvöld til að eltast við urriðann. Síðustu daga hefur hann fengið þrjá fiska sem mældust 88, 89 og 91 cm.
Hér fyrir neðan koma tvær myndir frá honum. Við vekjum athygli veiðimanna á því að það er síðasti séns að veiða í þjóðgarinum á morgun, 15. september. Hvað er betra en að ljúka veiðitímabilinu í eltingaleik við stórurriðann annað kvöld.
Hér er með einn af þremur boltalfiskunum sem hann er búinn að landa síðustu daga í þjóðgarðinum á Þingvöllum.
Hér er Wojcieck Sasinowski með annan stórfiskinn af þremur sem hann hefuru landað síðustu daga.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
0 Comments