Veiðimenn hafa verið duglegir að kíkja í Meðalfellsvatnið, enda stutt að skjótast fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu.
Leszek Robert Laskowski kíkti í vatnið í gærmorgun og fékk þennan flotta urriða sem var 63cm og 1,79kg að þyngd.
Fiskurinn tók maðkinn.
Leszek með 63cm urriða sem hann fékk í Meðalfellsvatni 13. apríl 2014 kl. 9 að morgni.
Við þökkum Leszek kærlega fyrir myndina og hvetjum veiðimenn til að kíkja í vatnið um páskana.
Einnig lásum við um að félagar í Veiðifélaginu Murtan hafi kíkt í Gíslholtsvatnið og gert góða veiði þar á skömmum tíma en lesa má meira um það með því að smella hér.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
0 Comments