Veiðin hefur verið að aukast í vötnum landsins með hækkandi lofthita.
Steingrímur Valgarðsson er búinn að fara nokkrar ferðir í Kleifarvatnið og hefur verið að ná í fína urriða.
Hér fyrir neðan má sjá mynd af honum með tvo fiska, 6 og 3,5 punda sem hann fékk í gær en eftir að myndin var tekin fékk hann aðra tvo fína urriða. Hann nefndi að mikill fiskur væri í vatninu og hann var stöðugt verið að narta í hjá honum. Hann var að veiða í suðurenda vatnins, ekki langt frá hverasvæðinu.
Steingrímur með tvo fallega urriða sem hann fékk á maðk að kvöldi 14. júní.
Veiðimenn hafa verið að fá flottar bleikjur í Hraunsfirði upp á síðkastið og einnig höfum við verið að fá fréttir frá Þingvöllum, en þar virðist bleikjuveiðin vera að fara almennilega í gang. Halldór Gunnarsson er duglegur að kíkja á Þingvelli og hér fyrir neðan má sjá tvær myndir frá honum sem voru teknar voru 12. júní.
Veiðikortið þakkar bæði Steingrími og Halldóri fyrir myndirnar.
Einnig viljum við minna veiðimenn á að fylgjast með okkur á "Facebook" en þar geta veiðimenn komið með fyrirspurnir og rabbað við aðra veiðimenn.
Með Veiðikveðju,
Veiðikortið
0 Comments