Þveit við Hornafjörð

Staðsetning:

Þveit er í Nesjahreppi í Austur-Skaftafellssýslu.
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi.

Þveit er í um 450 km. fjarlægð frá Reykjavík og um 10 km. frá Höfn í Hornafirði. Vatnið liggur við þjóðveg 1,  þannig að aðgangur er auðveldur.
 

Upplýsingar um vatnið:

Vatnið er 0,91 km2 að flatarmáli, 2 m. hæð yfir sjávarmáli.  Myllulækur og Skrápslækur renna í vatnið og Þveitarlækur úr því.  Fiskgengt er á milli vatns og sjávar þannig að sjóbirtingur á þangað greiða leið.
 

Veiðisvæðið:  

Heimilt er að veiða í landi Stórulágar, sem ræður yfir u.þ.b. helmingnum af vatninu.  Veiðsvæðið má betur greina á tilfallandi korti.
 

Gisting: 

Næsta gisting, Fosshótel Vatnajökli, er í um 2 km. fjarlægð frá Þveit.  Víða er að finna gistiaðstöðu í nágrenninu.
 

Veiði:  

Í vatninu finnst bleikja, urriði, sjóbirtingur og sjóbleikja.
 

Daglegur veiðitími:  

Leyfilegt er að veiða frá kl. 10.00 til kl. 22.00.
 

Tímabil: 

Veiðitímabil stendur yfir frá 1. apríl til 30. september.
 

Agn:  

Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn.
 

Besti veiðitíminn:  

Vor og haust.
 

Reglur:

Einungis má veiða í landi Stórulágar.  Ekki er heimilt að veiða í útfalli Þveitarlækjar, sem er sameign Stórulágar og Stapa.  Óheimilt er að vera með hunda við vatnið og notkun báta er óheimil án leyfis landeiganda.  Veiðimenn þurfa ekki að skrá sig en vera með Veiðikortið tilbúið til að sýna veiðiverði.  Mikið fuglalíf er við vatnið og stranglega bannað er að raska ró þeirra. Jafnframt ber veiðimönnum skylda til að ganga snyrtilega um og aka ekki utan vega.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. 
 

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:

Sigurður Sigfinnsson á Stórulág hefur umsjón með vatninu.  Stórulág er staðsett um 2 km. norður af vatninu.  s: 478-1353.
 
 
{pgsimple id=9|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
 
{weather 6}

Sænautavatn á Jökuldalsheiði

Staðsetning:  

Sænautavatn er á Jökuldalsheiði, við Sænautasel.
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi.

Vatnið er um 600 km. frá Reykjavík, 74 km. frá Egilsstöðum 13 km, frá þjóðvegi eitt.
 

Upplýsingar um vatnið:

Vatnið er með djúpan skurð í miðju, dýpst 24 m. Úr vatninu rennur Lónskvísl, sem fellur í Hofsá í Vopnafirði.
 

Veiðisvæðið:  

Veiða  er heimil í öllu vatninu.
 

Gisting: 

Hægt er að kaupa aðgang að tjaldstæði. Einnig er hægt er að kaupa gistingu á Skjöldóflsstöðum (um 20 km.) eða á Aðalbóli, sem er efsti bærinn í Hrafnkelsdal. 
 

Veiði:  

Mikla bleikju er að finna í vatninu, bæði smáa og stærri fiska. Það grynnkar mjög til jaðrana og veiðist oft vel þar sem grynning og dýpi mætast.  Um lágnættið er oft sérstaklega farsæl veiði.
 

Daglegur veiðitími: 

Veiði er heimil allan sólarhringinn.                                   
 

Tímabil: 

1. maí til 20. september.
 

Agn:  

Allt löglegt agn:  Fluga, maðkur og spónn.
 

Besti veiðitíminn:  

Jöfn veiði er yfir veiðitímann, þó yfirleitt meiri í maí og júní.
 

Annað:  

Hægt er að kaupa veitingar á Sænautaseli t.d. kaffi og lummur. Með fyrirvara er hægt að fá mat keyptan. 
 

Reglur:  

Vinsamlegast skiljið ekki eftir rusl og stranglega bannað er að aka utan vegar.  Korthafar skulu skrá sig í Sænautaseli og sýna þarf bæði Veiðikortið og persónuskilríki.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.
 

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:

Lilja Óladóttir, Sænautaseli.  Sími: 892-8956 eða 853-6491.
 
 
{pgsimple id=17|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
 
{weather 6}


View Larger Map

Skriðuvatn í Skriðdal

Staðsetning:    

Skriðuvatn er efst í Skriðdal í S-Múlasýslu. 
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá næstu bæjarfélögum: 

Vatnið er í 35 km. fjarlægð frá Egilsstöðum, 50 km. frá Breiðdalsvík og 50 km. frá Djúpavogi um Öxi. Vegalengdin frá Reykjavík er um 595 km.
 

Upplýsingar um vatnasvæðið:  

Skriðuvatn er um 1,25 km2 að flatarmáli og er um 10 m.  Vatnið er í 155 m. hæð yfir sjávarmáli.  Í vatnið renna Öxará, Forvaðará og Vatnsdalsá og úr Skriðuvatni fellur Múlaá.
 

Veiðisvæðið:    

Vatnasvæðið, sem um ræðir, er Skriðuvatn að austanverðu í landi Vatnsskóga.  Það er svæðið þar sem Skriðuvatn fellur í Múlaá og öll strandlengja vatnsins að austan, allt að Öxará.  Einnig er veiðiréttur í austanverðri Múlaá, frá upptökum árinnar, og 250 metra niður ána allt að merktum landamerkjastólpa.  Einnig er heimilt að veiða í Öxará að austanverðu þar sem áin fellur í Skriðuvatn og upp eftir ánni.  Ákjósanlegt er að stunda veiðar með flugu í lóni sem fellur úr vatninu og í Múlaá.
 

Gisting:   

Veiðikortshafi hefur heimild til að tjalda endurgjaldslaust í landi Vatnsskóga, enda gangi hann snyrtilega um land og gróður.  Þar er þó hvorki að finna skipulagt tjaldstæði né hreinlætisaðstöðu.  Einnig er hægt að kaupa gistingu á Egilsstöðum, Breiðdalsvík og Djúpavogi.
 

Veiði:    

Skriðuvatn er urriðavatn en einnig veiðist þar bleikja.  Stangaveiði er eingöngu heimil frá bökkum og öll netaveiði er bönnuð.
 

Daglegur veiðitími:    

Leyfilegt er að veiða á milli kl. 8.00 til kl. 22.00.
 

Tímabil:   

Veiði er heimil frá 1. júní til 31. ágúst.
 

Agn:    

Allt löglegt agn:  Fluga, maðkur og spónn. 
 

Besti veiðitíminn:  

Jöfn veiði allt tímabilið. 
 

Reglur:    

Handhafar Veiðikortsins geta farið beint til veiða, en verða að hafa Veiðikortið við höndina til að sýna veiðiverði, þegar hann vitjar veiðimanna.  Eitt barn undir fermingu veiðir frítt – greiði fullorðinn veiðileyfi eða sýni Veiðikortið.  
 

Veiðivörður / umsjónarmaður:  

Ívar Björgvinsson, Vatnsskógum í Skriðdal.
 
 
{pgsimple id=19|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
 
{weather 7}

Mjóavatn í Breiðdal

Staðsetning:  

Kleifarvatn og Mjóavatn eru í Breiðdal.
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Rvk. og næsta bæjarfélagi.

Fjarlægð er um 600 km. frá Reykjavík og 75 km. frá Egilsstöðum. 
 

Upplýsingar um vatnasvæðið:

Vatnasvæðið, sem inniheldur Kleifarvatn og Mjóavatn, er stutt frá þjóðvegi 1 og í námunda við Breiðdalsvík, á móts við eyðibýlið Ytri-Kleif.  Stærð Kleifarvatns er tæplega 1 km2. en Mjóavatns um 0,15 km2.
 

Veiðisvæðið:

Veiða má við alla bakka vatnsins.
 

Gisting:  

Veiðikortshöfum er heimilt að tjalda endurgjaldslaust á túni við vatnið á eigin ábyrgð og í samráði við veiðivörð. Ekki er hreinlætisaðstaða við tjaldstæðið.
 

Veiði:  

Urriði eru í báðum vötnunum og er algengt er að silungurinn sé um 2 pund en hann getur orðið mjög vænn.
 

Daglegur veiðitími:  

Heimilt er að veiða allan sólarhringinn.
 

Tímabil:

Veiðitímabilið er frá 1. maí til 31. september.
 

Agn:  

Allt löglegt agn er leyfilegt: Fluga, maðkur og spónn. 
 

Besti veiðitíminn:

Veiði er nokkuð jöfn yfir daginn. 
 

Reglur:

Handhöfum Veiðikortsins ber að skrá sig í Innri-Kleif.  Sýna þarf Veiðikortið og skilríki.  Það er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.  Hægt er að leigja bát við vatnið.
 

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:

Gunnlaugur Ingólfsson, Innri-Kleif, s: 475-6754 eða GSM: 858-7354.
 
 
{pgsimple id=34|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
 
{weather 7}


Sýna stærra kort

Kleifarvatn í Breiðdal

Staðsetning:  

Kleifarvatn og Mjóavatn eru í Breiðdal.
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Rvk. og næsta bæjarfélagi.

Fjarlægð er um 600 km. frá Reykjavík og 75 km. frá Egilsstöðum. 
 

Upplýsingar um vatnasvæðið:

Vatnasvæðið, sem inniheldur Kleifarvatn og Mjóavatn, er stutt frá þjóðvegi 1 og í námunda við Breiðdalsvík, á móts við eyðibýlið Ytri-Kleif.  Stærð Kleifarvatns er tæplega 1 km2. en Mjóavatns um 0,15 km2.
 

Veiðisvæðið:

Veiða má á við alla bakka vatnsins.
 

Gisting:  

Veiðikortshöfum er heilmilit að tjalda endurgjaldslaust á túni við vatnið á eigin ábyrgð og í samráði við veiðivörð. Ekki er hreinlætisaðstaða við tjaldstæðið.
 

Veiði:  

Urriði eru í báðum vötnunum og er algengt er að silungurinn sé um 2 pund en hann getur orðið mjög vænn.
 

Daglegur veiðitími:  

Heimilt er að veiða allan sólarhringinn.
 

Tímabil:

Veiðitímabilið er frá 1. maí til 31. september.
 

Agn:  

Allt löglegt agn er leyfilegt: Fluga, maðkur og spónn. 
 

Besti veiðitíminn:

Veiði er nokkuð jöfn yfir daginn. 
 

Reglur:

Handhöfum Veiðikortsins ber að skrá sig í Innri-Kleif.  Sýna þarf Veiðikortið og skilríki.  Það er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.  Hægt er að leigja bát við vatnið.
 

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:

Gunnlaugur Ingólfsson, Innri-Kleif, s: 475-6754 eða GSM: 858-7354.
 
 
{pgsimple id=35|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
 
{weather 7}


Sýna stærra kort

Urriðavatn við Egilsstaði

Staðsetning:  

Urriðavatn er í nágrenni Egilsstaða.
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi.

Vatnið er  í 664 km. fjarlægð frá Reykjavík og 5 km. frá Egilsstöðum.  Þjóðvegir 1 og 925 liggja við vatnið.  Greiðfært er fyrir alla bíla að vatninu. 
 

Upplýsingar um vatnið:

Vatnið er u.þ.b. 1,1 km² að flatarmáli.  Mest dýpt er um 15 m. og stendur vatnið í um 40 m. hæð yfir sjávarmáli.  Hafralónslækur og Merkilækur renna í Urriðavatn, en þaðan er útfall Urriðavatnslækjar.
 

Veiðisvæðið:  

Veiða má í öllu vatninu. Helstu veiðistaðir eru við ósa Hafralækjar og Urriðavatnslækjar, en einnig við hitaveitutanka og víðar.
 

Gisting: 

Hægt er að kaupa tjaldstæði hjá Skipalæk sem er skammt frá Lagarfjóti. Ekki er heimilt að tjalda við vatnið.
 

Veiði:  

Í vatninu er eingöngu bleikju að finna.  Uppistaðan er 1 punda bleikja, en þó slæðast með stærri fiskar.
 

Daglegur veiðitími:  

Leyfilegt er að veiða frá morgni til kvölds.
 

Tímabil: 

Veiðitímabilið er allt árið.
 

Agn:  

Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn.
 

Besti veiðitíminn:  

Fyrst á vorin, þegar ísa leysir. Mest veiðist í stillu.
 

Annað:  

Gott berjaland er í nágrenni Urriðavatns.
 

Reglur:  

Vinsamlegast skiljið ekki eftir rusl og stranglega bannað er að aka utan vegar.  Veiðikorthafar þurfa að skrá sig á bænum Urriðavatni og sýna nauðsynleg skilríki.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. 
 

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:

Jón Steinar Benjamínsson, Urriðavatni, s: 471-2060
 
 
{pgsimple id=31|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
 
{weather 6}


View Larger Map

Haugatjarnir í Skriðdal

Staðsetning:  

Haugatjarnir eru í Skriðdal.
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi.

Frá Reykjavík eru um 650 km. og um 35 km. til Egilsstaða.  Tjarnirnar eru við bæinn Hauga sem stendur við þjóðveg eitt.
 

Upplýsingar um vatnasvæðið:

Um er að ræða tvær tjarnir, sem eru mjög hentugar  fyrir fjölskyldur.  Þær eru ekki stórar en mjög aðgengilegar. Þar er mikið af fiski og því sérstaklega skemmtilegar fyrir ungu kynslóðina.  Mikið og gott berjaland er í nágrenninu.
 

Veiðisvæðið: 

Veiði er heimil í báðum tjörnunum. 
 

Gisting: 

Handhafar Veiðikortsins hafa heimild til að tjalda endurgjaldslaust við vatnið, á eigin ábyrgð. Taka skal fram, að hvorki er þar að finna skipulagt tjaldstæði né hreinlætisaðstöðu.
 

Veiði:  

Einungis urriði veiðist í tjörnunum.
 

Daglegur veiðitími:  

Leyfilegt er að veiða allan sólarhringinn.
 

Tímabil: 

Veiði er heimil frá 1. maí til 30. september.
 

Agn:  

Allt löglegt agn:  Fluga, maðkur og spónn.
 

Besti veiðitíminn:

Jöfn veiði allt tímabilið.
 

Reglur:  

Vinsamlegast skiljið ekki eftir rusl og stranglega bannað er að aka utan vegar.  Handhafar Veiðikortins þurfa að skrá kortanúmer og kennitölu hjá umsjónarmanni, Hugrúnu Sveinsdóttur á Haugum.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt.
 

Veiðivörður / umsjónarmaður:

Hugrún Sveinsdóttir, Haugum, s: 892-7813.
 
 
{pgsimple id=27|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
 
{weather 7}