Veiðimenn hafa verið duglegir að veiða bleikjuna í Þingvallavatni síðustu daga og hefur veiðin verið óvenju góð.  Mikið af vænni bleikju hefur verið að koma á land og á það einnig við um Úlfljótsvatn en þar er einnig búið að vera frábær veiði.

Krummi Gnýsson hefur farið 6 sinnum á síðustu daga og fengið mikið af bleikju, mest þó 1-2 punda en einnig nokkrar rígvænar.  Hér fyrir neðan eru myndir af 6 punda kuðugableikju sem hann sleppti aftur og hin af 5 punda sílableikju.  Bleikjan í Þingvallavatni er gríðarlega sterk og gaman að veiða hana og hvetjum við veiðimenn til að skella sér á Þingvelli og Úlfljótsvatn til að renna fyrir bleikju.

 


Krummi með væna bleikju úr Þingvallavatni.

 


Falleg bleikja sem Krummi fékk um daginn úr Þingvallavatni.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Skagaheiði gefur vel!
Næsta frétt
Héðan og þaðan – Bleikjan komin aftur!