Bleikjuveiðin er komin í gang á Þingvöllum. Eiður Valdemarsson hefur verið duglegur að skjótast í vötnin nálægt borginni og fór hann á Þingvelli í morgun til að reyna við bleikjuna.
Það var mikið af bleikju á svæðinu og var hún í miklu tökustuði, en hann var að veiða í Vatnskoti. Þeir voru þrír að veiða í þar, Siggi Valli sem fékk fallega bleikju, Jón endaði með 6 bleikjur og í eitt skiptið var hann með tvær á í einu og Eiður sem landaði 7 bleikjum og fékk þær allar á PK Orm (rauðan með gulli), Svörtu og Rauðu perluna. Þeir notuðu langan taum og tökuvara. Þeir félagar voru ánægðir með afla dagsins enda gaman að vera við Þingvallavatn þegar bleikjan er í tökustuði.
Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir frá Eiði sem teknar voru við Þingvallavatn í morgun.
Jón búinn að setja í bleikju!
Jón með fallega 2,5 punda bleikju.
Jón með fallega bleikju sem hann fékk í morgun.
Siggi Valli með eina góða bleikju!
Eiður að slaka á eftir fjórðu bleikjuna!
Hér er afli dagsins kominn á land.
0 Comments