Þrátt fyrir að Þingvallavatn hafi fengið mikla umfjöllum vegna risana sem þar eru að veiðast, þá er rétt að benda á að frábær veiði hefur verið í öðrum vötnum.

Ellilðavatn hefur verið að gefa góða veiði og hafa veiðimenn verið að fá fallega fiska.  Eiður Valdimarsson kíkti þangað fyrir skömmu og var að leika sér með þurrfluguna að mestu og fékk hann fallega afla.


Eiður með fallegan urriða úr Elliðavatni.

 

Vífilsstaðavatn hefur gefið mjög vel og er það ákjósanlegur staður, ásamt Elliðavatni til að skjótast í t.d. á kvöldin, fyrir þá sem búa í höfuðborginni.  

Veiðimenn sem eru staddir í Hraunsfirði hafa verið að landa bleikjum þannig að þar er allt komið í gang.

Við heyrðum í Jóni Sigurðssyni, veiðiverði í Sauðlauksdalsvatni fyrir nokkrum dögum og þar er búið að vera fín veiði og fiskur í góðum holdum.

Hópið er eitthvað farið að gefa en þar öllu jöfnu ágæt bleikjuveiði frá því ísa leysir þar til um miðjan júní a.m.k.

Okkur þætti vænt um að fá að heyra frá veiðimönnum varðandi fleiri veiðisvæði þannig að við getum miðlað upplýsingum til veiðimanna.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Góð veiði í Elliðavatni – nokkur ráð frá veiðimanni.
Næsta frétt
Records gets broken almost every day!