Þingvallavatn fyrir landi þjóðgarðsins opnar formlega á morgun 20. apríl, en hann ber upp á Páskadegi.  Síðustu ár hefur svæðið opnað 1. maí en nú var tekin ákvörðun um að flýta opnun.  Veðurspáin mætti vera betri en veðurspáin gerir ráð fyrir að lofthiti verði rétt yfir frostmarki og væntanlega einhver gola. Það kemur eflaust ekki í veg fyrir að urriðinn verði á sveimi.

Rétt er að benda á og ítreka breytt veiðifyrirkomulag í þjóðgarðinum, en nú er einungis heimilt að veiða með flugu frá 20. apríl til og með 31. maí. Einnig er sleppiskylda á urriða en heimilt er að drepa bleikjuna. Eftir það, nánar tiltekið 1. júní, taka við óbreyttar reglur, þ.e.a.s. að heimilt er að veiða á maðk og spún líka auk þess sem sleppiskylda á urriða er ekki í gildi, þó svo við hvetjum veiðimenn til að sleppa urriðanum.


Bleikjan með einn góðan Peacock kúluhaus í kjaftinum.   Mynd: Ríkarður Hjálmarsson


Hér er 84cm urriði sem Ríkarður Hjálmarsson veiddi í maí 2013.  Fisknum var sleppt aftur.  

 

Við óskum veiðimönnum sem og landsmönnum öllum gleðilegra páska og vonum að sem flestir geti skotist í veiði um páskahátíðina.

 

 

Með páskakveðju,

Veiðikortið 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Þingvallavatn fer vel af stað
Næsta frétt
Vífilsstaðavatn – hundabann til 1. júlí