Síðustu daga hefur laxinn verið að ganga hressilega upp í Meðalfellsvatn.  Í gær fengust a.m.k. þrír laxar sem vitað er um og allir frá 2,5kg – 3 kg.  Við höfum heyrt af 6 löxum en sjálfsagt eru þeir miklu fleiri sem búið er að landa síðustu vikur.

Það virðist sem skilyrði fyrir fiska sem dvelja í hafinu hafi verið með besta móti, en sandsílis sjást í auknu mæli.  Sjóbleikjan hefur tekið mikinn kippt eftir nokkuð mörg mögur ár.  Einnig hefur laxgengd í ár landsins verið með besta móti þetta árið og hafa menn sjaldan séð annað eins.
Með kveðju,
Veiðikortið
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Héðan og þaðan!
Næsta frétt
Kleifarvatn – Glæsileg veiði.