Höfum heyrt af einhverri veiði hér og þar þrátt fyrir að menn hafa minnkað ástundunina með kólnandi veðurfari.  Sjálfagt eru menn að gera fína sjóbirtingsveiði í Víkurflóði og Þveit, en einnig hafa menn verið að fá fallega veiði í Kleifarvatni og Úlfljótsvatni.  Einn veiðimaður sem var í Kleifarvatni í síðustu viku setti í 6 fiska en landaði þremur fínum fiskum 1,5, 2 og 2,5 pund að þyngd. 

 
Cezary er kominn til landsins eftir frí erlendis og hann byrjaði á því að veiða glæsilegan 12 punda urriða þann 20. september – sjá meðfylgjandi mynd.
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Kringluvatn: Bíttumenn í dorgveiði 1. febrúar.
Næsta frétt
Kleifarvatn að styrkjast.