Vatnakvöld Veiðikortsins – Þingvallavatn

<< Hér er hlekkur á viðburðinn á Facebook >>

Fimmtudaginn n.k. 31. mars kl. 20-22 verður haldið Vatnakvöld Veiðikortsins í Ölveri í Glæsibæ þar sem farið verður yfir þjóðgarðssvæðið í Þingvallavatni. Við hvetjum áhugasama um að mæta tímanlega til að tryggja sér gott borð og jafnvel snæða af grillinu! Það er frítt inn að sjálfsögðu og nóg af bílastæðum!

Jakob Sindri Þórsson þekkir Þingvallavatnið mjög vel enda veiðir hann þar gríðarlega mikið. Í fyrrasumar veiddi hann um 40 daga við vatnið og er hann bæði að veiða urriðann og bleikjuna og stundar hann veiðar í vatninu frá opnun til loka tímabilsins. Jakob Sindri verður með fyrirlestur á Vatnakvöldinu sem aðdáendur Þingvallavatns ættu alls ekki að láta framhjá sér fara.

Hann mun kynna þjóðgarðssvæðið í Þingvallavatni fyrir veiðimönnum og skiptir veiðisvæðinu upp í svæði og tímabil þannig að veiðimenn fá tækifæri til að soga í sig margra ára þekkingu á einu kvöldi. Einnig mun hann sýna flugur sem virka og fara vel yfir veiðiaðferðir sem virka þannig að þeir sem ekki hafa náð beintengingu við vatnið ættu að vera í betri málum eftir að hafa hlustað á Jakob Sindra.

Það má segja að þessi kynning dekki Þingvallavatn 101, 202 og 303 þannig að byrjendur sem lengra komnir munu klárlega fá eitthvað fyrir sinn snúð.

Það er við hæfi, þar sem fyrirlesturinn fer fram á Sportbarnum Ölveri, að skipta fyrirlestrinum upp líkt og fótboltaleik en við stefnum á að hann verði í 2×45 mínútur, með stuttu hléi í hálfleik. Fyrirlesturinn hefst kl. 20:00 og ætti að ljúka um kl. 22:00.

Þeir sem vilja taka forskot á sæluna og kynnast Jakobi Sindra þá bendum við á viðtal við kappann á hlaðvarpinu Þrír á stöng en þáttinn má nálgast hér:  https://open.spotify.com/episode/4NUOtJBHE4CqdjV10cXdya?si=NVMx7dRoRZ-jIfVYtoGYnQ&context=spotify%3Ashow%3A6uJd3LrdMBpNhy73FpV3n5&fbclid=IwAR3wFC1ceAeC9utrV78Bi2nxs4aa_a1hWv7_v-NJUgmxxVTHiMFcxh5Ok50&nd=1
Auk þess má skoða Instagram síðu hans: https://www.instagram.com/jakobflyfishing/ en þar má finna margar myndir og myndbönd þar sem heyra má hvin í veiðihjólum og þegar fiskur tekur fluguna hjá honum.

Einnig bendum við á veiðimyndbönd sem hann hefur verið að gera og fjalla flest um Þingvallavatn og þjóðgarðssvæðið: https://youtube.com/channel/UCQMUhxvXTPb-3vAuc0PkfGA

Við hvetjum áhugamenn sem vilja tryggja sér góð sæti að mæta extra snemma og nýta þjónustu Ölvers og snæða þar kvöldmat. Hér er hlekkur á matseðilinn: https://www.sportbarinn.is/matse%C3%B0ill

Fyrri frétt
Kleifarvatn á Reykjanesi opnar fyrir veiði
Næsta frétt
Fluguveiðitímabil með flugustöngum!