02. apr. 2012
Meðalfellsvatn – meira frá opnun 1. apríl
Það var margt um manninn við Meðalfellsvatn 1. apríl og voru menn að veiða einn og einn urriða.
Um klukkan 7 var var mjög veiðilegt enda þoka yfir vatninu og logn og um 20-30 veiðimenn mættir snemma morguns. Fiskur var að vaka og mátti sjá flugu í yfirborðinu þannig að ætla má að allt sé að fara af stað ef að hitatölur fara hækkandi næstu daga.
Hér fyrir neðan má sjá tvær myndir sem við fengum frá veiðimönnum sem voru við vatnið 1. apríl.
Hér er Halldór Gunnarsson með fisk sem hann fékk 1. apríl í Meðalfellsvatni
Hér er Hörður með urriða sem hann fékk 1. apríl.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
0 Comments