Nú er farið að styttast í annan endan á veiðitímabilinu og flestir veiðimenn búnir með sín sumarfrí og komnir í rútínu haustsins.

September er þó mánuður sem ekki má vanmeta í veiðinni. Ljósaskiptin njóta sín til hins ýtrasta og einmitt þá má lenda í ævintýrum á vötnum bakkanna sérstaklega þar sem von er á urriða.

Við hvetjum veiðimenn til að nýta þessar síðustu vikur veiðitímabilsins vel og endilega miðla veiðimyndum á Intagram með myllumerkinu #veiðikortid til að miðla upplýsingum til annarra veiðimanna.

Núna er t.d. tilvalinn tími til að reyna við stórurriðann í Þingvallavatni, Úlfljótsvatni og Kleifarvatni á Reykjanesi sem og kanna hvort eitthvað sé til í sögusögnum um sjóbirtinga í Vífilsstaðavatni í september. Hraunsfjörður og Meðalfellsvatn ættu einnig að vera vænlegir kostir svo dæmi séu tekin, af þeim vötnum sem eru í nágrenni við höfuðborgarsvæðið. Fyrir norðan er Vestmannsvatn, Svínavatn og Ljósavatn álitlegir kostir, svo ekki sé talað um ævintýraleit á Skagaheiði þar sem fiskar leita í læki á milli vatna þegar hausta tekur.

Með veiðikveðju,

Veiðikortið 

Fyrri frétt
Vatnasvæðin byrjuð að loka fyrir veiði
Næsta frétt
Sauðlauksdalsvatn með væna fiska