Nú er farið að styttast í annan endann á veiðitímabilinu í ár og aðeins fá vatnasvæði enn opin fyrir veiði.  Þá veiðimenn sem enn klæjar í puttana að fara að veiða geta skoðað HÉR lista yfir opnunartíma vatnanna.


Elliðavatn í haustlitunum, en vatnið lokaði fyrir veiðar 15. ágúst s.l.

Þetta hefur verið sérstakt sumar í ljósi COVID aðstæðna og Íslendingar hafa verið óvenju duglegir að ferðast um landið og njóta gæðanna, veiða í vötnum og skoða íslenska náttúruparadísir.

Veiði hefur gengið vel í flestum vötnun Veiðikortsins og landeigendur muna varla annan eins fjölda ferðamanna sem hafa sótt vötnin. Fjölmargir ungir veiðimenn hafa komist á bragðið og aðrir endurnýjað kynni sín við vatnaveiðina.

Við þökkum samfylgdina í sumar og það styttist hratt í nýtt veiðitímabil, en það eru ekki nema 190 dagar í að nýtt veiðitímabil hefjist. Til að sytta þá bið hvetjum við veiðimenn til að senda okkur myndir frá sumrinu og jafnvel miðla myndum á samfélagsmiðlunum undir myllumerkinu #veiðikortið

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

 

 

 

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Betri merkimiðar með Veiðikortinu 2021
Næsta frétt
Hello world!