Vatnasvæði Ölvesvatns á Skagaheiði er eitt að þessum veiðiparadísum sem Veiðikortið býður upp á. Þar er hægt að leigja hús, tjalda og njóta íslenskrar náttúru og ganga á milli vatna og veiða í lækjum enda nóg af fiski á svæðinu.

Hörður Heiðar Guðbjörnsson fór á dögunum á heiðina ásamt veiðifélögum sínum, Guðmundi Þór Róbertssyni, Þorsteini Kruger og Stefáni Frey Stefánssyni. Þeir veiddu sem sagt vatnasvæði Ölvesvatns og veiddu vel. Þeir settu í fullt af fiski og lönduðu mörgum. en umfram allt var þetta mjög gaman enda voru þeir sæmilega heppnir með veður.  Fiskurinn var frekar tregur að taka fluguna og þá beittu þeir bara þeim tækjum sem dugðu þegar þess þurfti.

Þeir hittu fyrir á heiðinni erlenda veiðimenn sem voru duglegir að ganga á milli vatna en þeir veiddu mjög vel og slepptu því sem þeir fengu enda voru þeir fyrst og fremst að njóta þess að veiða í islenskri náttúru.

Aflinn hjá Herði og félögum var aðallega 1-2 pund, en nokkrir nær 3 pundum.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá þeim félögum og þar sést að þeir mæta í fínu pússi á veiðistað og má glöggt sjá að stemningin er góð!


Hér eru félagarnir kampakátir í sínu fínasta með slipsi og klárir í slaginn!


Þorsteinn með einn glæsilegan urriða!


Guðmundur ánnægður með þennan fína skaga-urriða.

Við minnum veiðimenn á að það er takmarkað magn af stöngum á heiðinni þannig að það borgar sig að vera í sambandi við ábúendur á Hvalnesi áður en lagt er af stað norður.

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Sauðlauksdalsvatnið kemur á óvart!
Næsta frétt
Ljósavatn og Vestmannsvatn