Birkir Már Harðarson kíkti í Hraunsfjörðinn í gær. Það var stafalogn og fallegt veður. Fiskur var að vaka um nánast allt vatn.
Það var mikið af smárri bleikju inn í botni fjarðarins og þar fékk hann nokkrar. Síðan færði hann sig nær grjótgarðinum og fékk nokkrar þar. Hann var aðallega að veiða þessa fiska á Langskegg og litla svarta toppflugu sem og marflóarlíkingu. Svo virðist sem bleikjan sé að bunkast inn með hækkandi hita enda draumatíminn í Hraunsfirði á næsta leiti.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá Birki Má og við þökkum honum kærlega fyrir upplýsingarnar og myndirnar.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
0 Comments