Loksins er farið að hlýna og gróður að taka við sér. Vatnaveiðin er að komast í gang öllu seinna en vanalega og ekkert sérstakt sumarveður verður næstu daga þrátt fyrir að það sé nú að skána.

Við höfum heyt af ágætis veiði hér og þar og hér kemur smá samantekt á þeim fregnum sem við höfum fengið.

 

Sauðlauksdalsvatn:

Jón Sigurðsson á Patreksfirði þekkir vatnið manna best og hefur verið iðinn við að mæta á svæðið til að veiða og vitja veiðimanna en hann er einnig veiðivörður á svæðinu. Hann hefur gert frábæra veiði og telur vatnið koma óvenju vel undan vetri.

 


Hér má líta morgunveiði frá Jóni úr Sauðlauksdalsvatni fyrir nokkrum dögum.

 

 

Vífilsstaðavatn:

Við höfum kíkt reglulega við í Vífilsstaðavatni til að kanna stöðu mála.  Fáir hafa þó verið við veiðar þar þrátt fyrir að vatnið sé búið að vera mjög gjöfult nú í maí. Veiðimenn hafa verið að fá mjög góða veiði og er bleikjan þar óvenju feit og flott þetta árið og góður matfiskur. Litlar svartar

púpur hafa verið að reynast vel ekkert endilega betra að þær séu þyngdar enda vatnið grunnt.

 

Elliðavatn:

Vatnið hefur verið sæmilega vel stundað frá opnun. Veiðimenn hafa verið að fá talsvert af urriða og stöku bleikju inn á milli. Flugan hefur verið að vaka í vatninu með hækkandi hita og fiskurinn kann vel að meta það enda hefur fiskur verið að sýna sig um allt vatn.

 

 

 

 

Kleifarvatn í Breiðdal:

Við fréttum að veiðimanni sem kíkti í Kleifarvatn í Breiðdal og fékk fína veiði þar fyrir um það bil viku þannig að það er um að gera að prófa fengsælu vötnin, Mjóavatn og Kleifarvatn í Breiðdal ef menn eru á austuleið, en Kleifarvatn er t.d. alveg við þjóðveginn.

 

Þingvallavatn:

Þeir allra hörðustu hafa verið duglegir að stunda þjóðgarðssvæðið á Þingvöllum í von um að setja í þann stóra. Stórurriðinn hefur hins vegar ekki verið mikið að sýna sig en hugsanlega er hann aðeins seinna á ferðinni en venjulega. Góð skot hafa hins vegnar komið síðustu daga og við höfum frétt af nokkrum boltafiskum sem hafa komið á land. Þar sem stutt er í að heimilt verði að veiða á maðk í Þingvallavatni, biðlum við til veiðimanna að hlýfa stórrurriðanum en nánar um það síðar.

 


Atli Bergmann fékk þennan fallega urriða í síðustu viku.

 


Sigurður Hafsteinsson með fallega urriða sem hann fékk fyrir um viku síðan.

 


Benedikt Þorgeirsson með fallegan urriða sem hann fékk við Leirutá í síðustu viku.

 

Meðalfellsvatn:

Vatnið hefur gefið nokkuð vel og hafa menn verið að fá aðallega urriða, jafnt á straumflugur og púpur

 

Hraunsfjörður:

Við höfum lítið frétt úr Hraunsfirði enda kannski ekki búið að vera mjög gott veður það sem af er maí. Við heyrðum þó af veiðimanni sem kíkti þar við og veiddi í 1-2 klukkutíma og fékk tvær fallegar bleikjur, önnur rúmir 50 cm.  Þannig að bleikjan er mætt í Hraunsfjörðinn!

 

Hér fyrir neðan er skemmtileg myndband sem Birkir Már tók í Hraunsfirðinum í fyrra.

 

 

 

Hraunsfjörður ein af mörgum..

Posted by Birkir Mar Harðarson on 6. ágúst 2012

 

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

 

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Bleikjurnar í Hraunsfirði
Næsta frétt
Elliðavatn að koma sterkt inn!