Kleifarvatn á Reykjanesi opanði 15. apríl síðastliðinn. Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið upp á marga fiska síðustu daga hafa veiðimenn orðið varir við fiska, sett í, slitið úr og landað allt að 5 punda urriða.  Vatnið er að mestu orðið íslaust þannig að það er allt að komast í gang!

Heiðar Rafn Sverrisson kíkti í vatnið í gær og tók þessar skemmtilegu myndir hér fyrir neðan. 

 

 

Við þökkum Heiðari Rafni fyrir að gefa okkur leyfi fyrir að birta myndirnar þannig að veiðimenn geti betur glöggvað sig á aðstæðum. Rétt er að taka fram að mikill vindur var eins og sjá má á myndinum frá því í gær.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Þingvallavatn – enn talsverður ís að hluta.
Næsta frétt
Urriðaveiði í þjóðgarðinum – kynning